Í fantaformi á fjöllum 23. mars 2005 00:01 Margrét fékk göngubakteríuna þegar henni var boðið í svokallaða "Laugavegs"-göngu fyrir þrettán árum. "Það vildi svo heppilega til að ég átti afmæli um svipað leyti og bað um að afmælisgjafirnar tengdust ferðinni. Ég hef bókstaflega verið á göngu síðan," segir Magrét og hlær. "Á vorin fer ég á fjöll og kem eiginlega ekki aftur niður á jafnsléttu fyrr en að hausti." Margrét gengur jafnt innanlands sem utan og hefur nú þegar gengið í 16 löndum. Oftast er hún leiðsögumaður og hún heldur líka utan um hóp af fólki sem gengur með henni öll sumur. "Ég læt vita hvenær og hvert ferðinni er heitið og fólk þarf ekkert að gera nema mæta. Næst ætlum við til Slóveníu, en þar höfum við aldrei gengið áður. Það er nauðsynlegt að fara á nýjar slóðir og maður upplifir lönd og staði á svo sérstakan hátt á göngunni. Maður er í nánum tengslum við landið og náttúruna og þá skapast sérstök tengsl milli ferðafélaganna. Það er alltaf gist og borðað í skálum og þar sofum við saman eins og sardínur í dós. Svo endum við ferðina gjarnan á strönd í nokkra daga. Hláturinn, gleðin og endorfínstreymið í þessum ferðum er engu líkt." Margrét kennir kaðlajóga þegar hún er ekki upp um fjöll og firnindi, þannig að hún er í afspynugóðu formi og segist hlæjandi hafa verið beðin um nafnskírteini ekki alls fyrir löngu þegar hún fór á ball. "Geri aðrar 52ja ára konur betur," segir hún. Göngur hennar henta ekki hverjum sem er en Margrét segir gönguferð á Esjuna ágætis viðmið. "Ef fólk gengur á Esjuna og er tilbúið að gera það aftur daginn eftir þá er það í nógu fínu formi til að koma með." Hún segir gönguna og jógað fara sérlega vel saman. "Að gera jógaæfingar á fjöllum eftir góða göngu er alveg æðislegt. Það felst líka svo mikið jóga í göngunni sjálifri, maður er í friði og ró með pokann sinn og lærir svo margt um eigin þarfir. Það er ekkert annað í boði en það sem er í pokanum þannig að maður verður að læra hvers maður þarfnast helst og hvernig maður nýtur líðandi stundar. Ég vil endilega hvetja alla í göngur, aðalatriðið er að byrja smátt, en fólk er undrafljótt að komast í form og þá bíður allur heimurinn." Ferðalög Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira
Margrét fékk göngubakteríuna þegar henni var boðið í svokallaða "Laugavegs"-göngu fyrir þrettán árum. "Það vildi svo heppilega til að ég átti afmæli um svipað leyti og bað um að afmælisgjafirnar tengdust ferðinni. Ég hef bókstaflega verið á göngu síðan," segir Magrét og hlær. "Á vorin fer ég á fjöll og kem eiginlega ekki aftur niður á jafnsléttu fyrr en að hausti." Margrét gengur jafnt innanlands sem utan og hefur nú þegar gengið í 16 löndum. Oftast er hún leiðsögumaður og hún heldur líka utan um hóp af fólki sem gengur með henni öll sumur. "Ég læt vita hvenær og hvert ferðinni er heitið og fólk þarf ekkert að gera nema mæta. Næst ætlum við til Slóveníu, en þar höfum við aldrei gengið áður. Það er nauðsynlegt að fara á nýjar slóðir og maður upplifir lönd og staði á svo sérstakan hátt á göngunni. Maður er í nánum tengslum við landið og náttúruna og þá skapast sérstök tengsl milli ferðafélaganna. Það er alltaf gist og borðað í skálum og þar sofum við saman eins og sardínur í dós. Svo endum við ferðina gjarnan á strönd í nokkra daga. Hláturinn, gleðin og endorfínstreymið í þessum ferðum er engu líkt." Margrét kennir kaðlajóga þegar hún er ekki upp um fjöll og firnindi, þannig að hún er í afspynugóðu formi og segist hlæjandi hafa verið beðin um nafnskírteini ekki alls fyrir löngu þegar hún fór á ball. "Geri aðrar 52ja ára konur betur," segir hún. Göngur hennar henta ekki hverjum sem er en Margrét segir gönguferð á Esjuna ágætis viðmið. "Ef fólk gengur á Esjuna og er tilbúið að gera það aftur daginn eftir þá er það í nógu fínu formi til að koma með." Hún segir gönguna og jógað fara sérlega vel saman. "Að gera jógaæfingar á fjöllum eftir góða göngu er alveg æðislegt. Það felst líka svo mikið jóga í göngunni sjálifri, maður er í friði og ró með pokann sinn og lærir svo margt um eigin þarfir. Það er ekkert annað í boði en það sem er í pokanum þannig að maður verður að læra hvers maður þarfnast helst og hvernig maður nýtur líðandi stundar. Ég vil endilega hvetja alla í göngur, aðalatriðið er að byrja smátt, en fólk er undrafljótt að komast í form og þá bíður allur heimurinn."
Ferðalög Mest lesið Þjóðin tjáir sig: Fáránlegt fyrirkomulag, stjörnutúlkar og skortur á menningarlæsi Lífið Lifðu af tvö flugslys sama daginn á Mosfellsheiði Lífið Lærði mikið af öllu hatrinu Lífið Ísland í næstneðsta sæti veðbankanna Lífið „Trylltur þynnkuborgari“ slær í gegn á Íslandi og í Svíþjóð Lífið Myndaveisla: Spennustigið óbærilegt þegar VÆB unnu Söngvakeppnina Lífið Krakkatían: Toy Story, risaeðlur og spænska Lífið VÆB keppa fyrir hönd Íslands í Eurovision Lífið Tveggja barna miðaldra móðir sem er sjúk í strákinn Gagnrýni Snúist ekkert um hvort börnin eigi íslenska eða erlenda foreldra Lífið Fleiri fréttir Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Hryllingsleikrit um árið án sumars en þó ekki 2024 Margar milljónir í menninguna Halli með nýtt hlaðvarp: Getur loksins verið í augnhæð með fólki Skiluðu tillögum um uppbyggingu Jónasarstofu í Öxnadal Fullt út úr dyrum á sjóðheitri ljósmyndasýningu Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Katrín dustar rykið af visku sinni Anna Rós hlaut Ljóðstaf Jóns úr Vör Létu sig ekki vanta á frumsýningu Ungfrú Íslands Bókamarkaðurinn færir sig um set Troðfullt hús og standandi lófaklapp „Persónan Elmar er alls ekki Helgi“ Skrumskæld mynd af Helga Skúla í Vigdísarþáttum Ætlar aldrei aftur til Tenerife: „Þetta er hræðilegur staður“ Metsölulisti bókaútgefenda sé „ómarktækur“ Þetta voru mest seldu bækur ársins 2024 Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Sjá meira