Menning

Fimm dagar í Aþenu

Plúsferðir bjóða fimm daga ferð til Aþenu, höfuðborgar Grikklands, dagana 25. til 30. maí. Gist verður á Hotel Marina og íslenskur fararstjóri verður með í för. Það er ótrúlega margt að skoða í Aþenu en auk þess gefst ferðalöngum kostur á að fara í skoðunarferð til hinnar helgu borgar Delfí þar sem véfréttin Apollos hélt til. Þá er ráðgert að bjóða siglingu um Eyjahafið og verður gist í eina nótt á hinni rómuðu eyju Hydru. Ferðin kostar frá 65.720 krónum á mann.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×