Menning

Veitt gegnum ís

Um páskana verður haldin keppni í veiði í gegnum ís í Fellsendavatni við Hrauneyjar þar sem oft má fá væna fiska. Algengasta stærðin er 4-5 pund en inn á milli eru risaboltar. Ísinn á vatninu er traustur (um 1m. á þykkt) og hentar þetta vatn einkar vel til ísveiði. Þátttakendur þurfa að hafa með sér allan veiðibúnað, beitu, ísbor og annað sem tilheyrir. Keppnin er öllum opin og tilvalinn fjölskylduskemmtun og vegleg verðlaun eru í boði fyrir happasælar veiðiklær.Tilvalið er að gista í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum sem verður með sérstakt páskatilboð í tilefni mótsins.

Veiðileyfi eru seld í Hálendismiðstöðinni Hrauneyjum sem veitir allar nánari uppl. í síma 487 7782






Fleiri fréttir

Sjá meira


×


Tarot dagsins

Dragðu spil og sjáðu hvaða spádóm það geymir.