Innlent

Staðið við fyrri ályktanir

Fréttamenn Ríkisútvarps, Sjónvarps og íþróttafréttamenn Ríkisútvarpsins funduðu í hádeginu í gær ásamt tæknimannahóp til að ræða ráðningu Auðuns Georgs Ólafssonar sem fréttastjóra Útvarps. Hann á að taka til starfa 1. apríl. Broddi Broddason, fréttamaður Útvarps, segir að engin ályktun hafi verið ákveðin á fundinum, en starfsmenn standi við fyrri yfirlýsingar og ályktanir. "Það styttist í 1. apríl og það er von og ósk fréttamanna allra um það að komið verði í veg fyrir frekari vandræði en þegar eru orðin með því að koma í veg fyrir að þessi einstaklingur taki til starfa. Það var rætt um hvað við ætlum að gera á þessum fundi, en engin ákvörðun tekin. Mönnum lýst skelfilega á þetta ástand. Það er farið að lama menn í starfi." Fundað verður aftur eftir páska.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×