Staða borgarsjóðs breytist hratt 23. mars 2005 00:01 R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun? Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira
R-listinn taldi útsvarshækkun um áramótin nauðsynlega til að bæta erfiðan fjárhag borgarsjóðs. Nú, aðeins þremur mánuðum síðar, er svigrúm til að lofa gjaldfrjálsum leikskóla. Kostnaður við það er álíka mikill og sem nemur útsvarshækkuninni. Af stærri sveitarfélögum var það Reykjavíkurborg sem hækkaði skatta mest á þegna sína með hækkun útsvars um 0,33 prósentustig. Útsvarshækkun borgarinnar um síðustu áramót er drjúg fyrir meðalheimili. Þannig þurfa hjón með meðaltekjur að greiða um 40 þúsund krónum hærri skatta á þessu ári en annars hefði orðið. Borgin hugðist einnig hækka álagningarprósentu fasteignaskatta en féll frá því þar sem verðhækkanir fasteigna einar sér leiða til nærri eins milljarðs króna tekjuauka fyrir borgina af fasteignasköttum milli ára. Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri sagði fyrir þremur mánuðum, til að réttlæta auknar álögur á borgarbúa, að nýverið hefði verið samið við grunnskólakennara og sá samningur hefði kostað borgarsjóð um einn milljarð. Þá væri gert ráð fyrir að greiða niður skuldir borgarinnar um einn og hálfan milljarð króna þannig að ekki veitti af hverri krónu í borgarsjóð. Þegar borgarstjórinn kynnti áform um gjaldfrjálsan leikskóla í síðustu viku var komið annað hljóð í strokkinn. Nú sá borgarstjóri nóg af peningum í borgarsjóði til að greiða niður leikskólagjöld. Steinunn sagði að borð væri fyrir báru og rekstur Reykjavíkurborgar væri í jafnvægi. Það sýndi einnig trausta fjárhagsstöðu Reykjavíkurborgar að stíga þetta skref. Áætlað er að hækkun útsvarsins skili Reykjavíkurborg 740 milljóna króna viðbótarsköttum á ári. Í fréttatilkynningu borgarstjóra í síðustu viku vegna gjaldfrjáls leikskóla kemur fram að kostnaðarauki er áætlaður 846 milljónir króna á ári en þetta á koma í áföngum á nokkrum árum. Nú vaknar sú spurning: Var verið að gabba fólk þegar erfið fjárhagssjóðs var notuð til að réttlæta skattahækkun?
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Innlent Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Innlent Reykjavík ekki ljót borg Innlent Ætla sjálf að velja blaðamenn í Hvíta húsið Erlent Fyrsta skrefið en heljarinnar barátta fram undan Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Fleiri fréttir Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Sjá meira