Erlent

Segir mikinn mann genginn með páfa

Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra segir að með andláti Jóhannesar Páls páfa annars en genginn mikill maður sem hafi haft mikil áhrif á mótun heimsmála með framgangi sínum. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá forsætisráðherra sem hann sendi frá sér í dag vegna andláts páfa.

Halldór segir enn fremur: „Jóhannes Páll annar páfi eyddi meirihluta ferils síns við að hvetja til friðar og réttlætis og með fráfalli hans hefur heimsbyggðin misst mikinn andlegan leiðtoga. Ég átti því láni að fagna að hitta Jóhannes Pál páfa annan í tvígang. Hann kom mér fyrir sjónir sem hlýr maður sem lét sér annt um þá sem minna mega sín og það var ljóst að honum var annt um að glæða almenna trúariðkun nýju lífi.

Páfi hafði líka þá sérstöðu fyrir okkur að vera eini páfinn sem kom til Íslands. Íslendingar minnast heimsóknar hans með hlýju og hans persónulega með virðingu. Ég vil fyrir hönd ríkisstjórnar Íslands votta kaþólsku kirkjunni og meðlimum hennar okkar dýpstu samúð.“




Fleiri fréttir

Sjá meira


×