Vildi ekki verða veðurtepptur 5. apríl 2005 00:01 Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira
Varautanríkisráðherra Bandaríkjanna, sem ætlaði að eiga fund með Davíð Oddssyni utanríkisráðherra í dag, hætti við komu sína til Íslands á síðustu stundu þar sem hann var hræddur um að verða innlyksa á Íslandi vegna veðurs. Robert Zoellick er hægri hönd Condoleezzu Rice, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Hann er talinn afar harður í horn að taka, er harðsnúinn samningamaður og talsmaður þess að Bandaríkin stýri alþjóðamálum í skjóli hernaðaryfirburða sinna. Rice lýsti því yfir skömmu eftir að hún tók við embætti að hún eða Zoellick myndu heimsækja höfuðborgir allra landa Atlantshafsbandalagsins og Zoellick hefur verið að gera einmitt það. Hann hefur nú heimsótt höfuðborgir flestra Evrópulanda og ætlaði að koma við á Íslandi á leið sinni heim til Bandaríkjanna. Á leiðinni hingað leist flugmönnum hans hins vegar ekki betur en svo á veðurspána síðla dags, en spáð er 25 metrum á sekúndu, að þeir töldu hættu á að það yrði of mikill hliðarvindur til að hægt væri að taka á loft aftur. Zoellick óttaðist því að verða innlyksa á Íslandi um óákveðin tíma vegna veðurs og komast ekki í útför Jóhannesar Páls páfa í Róm á föstudaginn. Því var fundinum með Davíð aflýst. Ekki hefur verið boðað til nýs fundar en þó er búist við að Zoellick reyni aftur að koma til Ísland eftir um það bil hálfa mánuð. Líklegt er að þeir Davíð hafi um mikið að spjalla; ekki aðeins er varnarsamningur landanna tveggja í lausu lofti heldur hefur koma Fischers hingað til lands hleypt illu blóði í Bandaríkjastjórn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Innlent Þórdís vill ekki fresta landsfundi Innlent Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Innlent Fleiri fréttir Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Framkvæmdir við stóran áfanga Borgarlínu á næsta leiti „Kæmi slíkt upp í Reykjavík yrði gengið fljótt til verks“ Sjá meira