Vilja kanna einkaframkvæmd 5. apríl 2005 00:01 "Sundabrautin er eins og aðrar stórframkvæmdir í vegagerð að það þarf sérstaka fjármögnun til verksins," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra en engar framkvæmdir eru ráðgerðar vegna hennar næstu fjögur árin samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Sturla segir Sundabraut enn vera eitt mikilvægasta samgönguverkefnið sem framundan er en óljóst sé með hvaða hætti slík framkvæmd verði fjármögnuð. "Þar eru tveir kostir sem til greina koma. Annars vegar einkaframkvæmd eða að ríkið taki frá sérstaklega fjármuni til þessa verkefnis." Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vill skoða möguleika einkaframkvæmdar. Hún leggst hins vegar alfarið gegn gjaldtöku á vegfarendur. "Vegagjöld koma ekki til greina af hálfu borgarinnar. Ríkið greiðir Sundabraut. Samgönguráðherra hefur sagt að hann telji að það þurfi að fjármagna hana á sérstakan hátt með einkaframkvæmd. Ég lít ekki svo á að þó menn fari í einkaframkvæmd að það þýði endilega gjaldtöku. Ég er algjörlega mótfallin því að það verði tekið gjald á fyrsta áfanga Sundabrautar því það er ekki tenging á milli landshluta heldur á milli hverfa í borginni." Aðspurður hvort hugmyndir séu uppi um gjaldtöku af vegfarendum um Sundabraut í ljósi skýrslu sem nefnd á vegum ráðuneytisins skilaði þar sem velt er upp möguleikum á gjaldtöku í vegakerfinu segist Sturla ekki hafa tekið afstöðu til þess. "Það liggur fyrir nefndarálit þar sem tillögur eru gerðar um gjaldtökur vegna fjármögnunar umferðarmannvirkja og bent á þann kost að láta vegfarendur greiða sérstaklega á þeim stöðum sem umferð er mikil. Gagnvart Sundabraut er ljóst að þeir fjármunir sem fengjust með slíku gjaldi yrðu vel þegnir en gæta þarf hófs í þessum málum og ég hef heldur ekki tekið afstöðu til þess hvort slíkt sé almennt fýsilegur kostur." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist reiðubúinn að ræða upptöku vegagjalda í umferðinni ef það er á víðum grundvelli og taki til dýrra mannvirkja úti um allt land. "En það kemur ekki til greina ef menn einblína bara á Sundabrautina." Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira
"Sundabrautin er eins og aðrar stórframkvæmdir í vegagerð að það þarf sérstaka fjármögnun til verksins," segir Sturla Böðvarsson samgönguráðherra en engar framkvæmdir eru ráðgerðar vegna hennar næstu fjögur árin samkvæmt nýrri samgönguáætlun. Sturla segir Sundabraut enn vera eitt mikilvægasta samgönguverkefnið sem framundan er en óljóst sé með hvaða hætti slík framkvæmd verði fjármögnuð. "Þar eru tveir kostir sem til greina koma. Annars vegar einkaframkvæmd eða að ríkið taki frá sérstaklega fjármuni til þessa verkefnis." Steinunn Valdís Óskarsdóttir borgarstjóri vill skoða möguleika einkaframkvæmdar. Hún leggst hins vegar alfarið gegn gjaldtöku á vegfarendur. "Vegagjöld koma ekki til greina af hálfu borgarinnar. Ríkið greiðir Sundabraut. Samgönguráðherra hefur sagt að hann telji að það þurfi að fjármagna hana á sérstakan hátt með einkaframkvæmd. Ég lít ekki svo á að þó menn fari í einkaframkvæmd að það þýði endilega gjaldtöku. Ég er algjörlega mótfallin því að það verði tekið gjald á fyrsta áfanga Sundabrautar því það er ekki tenging á milli landshluta heldur á milli hverfa í borginni." Aðspurður hvort hugmyndir séu uppi um gjaldtöku af vegfarendum um Sundabraut í ljósi skýrslu sem nefnd á vegum ráðuneytisins skilaði þar sem velt er upp möguleikum á gjaldtöku í vegakerfinu segist Sturla ekki hafa tekið afstöðu til þess. "Það liggur fyrir nefndarálit þar sem tillögur eru gerðar um gjaldtökur vegna fjármögnunar umferðarmannvirkja og bent á þann kost að láta vegfarendur greiða sérstaklega á þeim stöðum sem umferð er mikil. Gagnvart Sundabraut er ljóst að þeir fjármunir sem fengjust með slíku gjaldi yrðu vel þegnir en gæta þarf hófs í þessum málum og ég hef heldur ekki tekið afstöðu til þess hvort slíkt sé almennt fýsilegur kostur." Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, leiðtogi sjálfstæðismanna í borgarstjórn, segist reiðubúinn að ræða upptöku vegagjalda í umferðinni ef það er á víðum grundvelli og taki til dýrra mannvirkja úti um allt land. "En það kemur ekki til greina ef menn einblína bara á Sundabrautina."
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sjá meira