Innlent

Rúmur helmingur fylgjandi virkjun

Rúmur helmingur þjóðarinnar, eða 55,5 prósent, telur að rétt hafi verið að ráðast í virkjun Kárahnjúka en tæplega 40 prósent eru á öndverðum meiði. Þetta er niðurstaða skoðanakönnunar sem IMG Gallup gerði fyrir Náttúruerndarsamtök Íslands í mars. Helmingur Reykvíkinga telur að ákvörðunin hafi verið röng en 39 prósent að hún hafi verið rétt. Töluverður munur er á afstöðu kynjanna, en 49 prósent kvenna telja ákörðun stjórnvalda hafa verið ranga en 62 prósent karla telja hana rétta. Spurt var: Telur þú að ákvörðun stjórnvalda um að ráðast í virkjun við Kárahnjúka hafi verið rétt eða röng?



Fleiri fréttir

Sjá meira


×