Innlent

Nær 300 börn bíða greiningar

Ráðherra sagði að veruleg fjölgun hefði orðið á tilvísunum á stofnunina undanfarin fimm ár. Þær hefðu þrefaldast á síðustu tíu árum. "Samkvæmt úttekt sem ráðuneytið lét gera á stöðu hennar hefði þurft að koma til aukning sem næmi 8 stöðugildum á fjögra ára tímabili," sagði Árni og bætti við að sú aukning hefði verið hafin. Fjölgun tilvísana á síðasta ári kallaði enn á endurskoðun á mannaflaþörf stofnunarinnar á næstu árum til að hún gæti sinnt lögbundnu hlutverki sínu. Fyrstu áætlanir gerðu ráð fyrir að þörf væri á fjórum til fimm stöðugildum umfram þau átta sem áður var gert ráð fyrir eða þremur á ári næstu þrjú ár. Með þessari aukningu í starfsemi stofnunarinanr mætti ætla að markmiðum um ásættanlegan biðtíma verði náð á næsta ári fyrir yngsta aldurshópinn, en á þremur til fjórum árum fyrir börn á grunnskólaaldri.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×