Umferðaróhöppum fækkar lítið 7. apríl 2005 00:01 Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira
Ef allir Íslendingar ækju á löglegum hraða mætti draga úr banaslysum í umferðinni um 40 til 45 prósent að mati verkefnastjóra Umferðarstofu. Í nýrri ársskýrslu stofunnar kemur fram að umferðaróhöppum fækkaði lítið sem ekkert á síðasta ári en færri slasast nú en áður. Í fyrra slösuðust 115 alvarlega í umferðarslysum hér á landi og hefur þeim fækkað um rúm 20 prósent miðað við árið áður. Sé litið til tíu ára tímabils hefur alvarlega slösuðu fólki fækkað um rúm 52 prósent. Ef litið er til allra þeirra sem slösuðust þá fækkaði þeim um rúm fimm prósent miðað við árið áður. Það er eitt og annað sem á þátt í þessari fækkun. Sigurður Helgason, verkefnastjóri Umferðarstofu, nefnir betri vegi, öruggari mannvirki, ákveðnar aðgerðir eins og hraðatakmarkanir í íbúðahverfum, öruggari bíla, betri og markvissari ökukennslu auk áróðurs, fræðslu og hugsanlega breytts og bætts viðhorfs hjá almenningi til umferðaröryggis og til þess að nota öryggisbúnað, ekki síst á meðal barna. Hinu er hins vegar ekki að leyna að umferðaróhöppum hefur ekkert fækkað sem bendir einfaldlega til þess að bílarnir séu öruggari tæki en að fólk aki ekkert varlegar en áður. Á Umferðarstofu er menn þrátt fyrir allt nokkuð sáttir við stöðu mála þó svo að í umferðaröryggismálum megi alltaf gera betur. Í fyrra létust 23 í umferðarslysum sem endurspeglar nákvæmlega meðaltal látinna í umferðinni síðasta áratuginn. Sigurður segir að það mikilvægasta til að draga úr banaslysum sé að draga úr hraðanum og auka bílbeltanotkun. Ef það tækist að fá alla ökumenn á Íslandi til að aka á löglegum hraða megi ætla að banaslysum fækkaði um 40-45 prósent og ef allir yrðu með bílbeltin spennt fækkaði banaslysum um 20-25 prósent til viðbótar. Þessi tvö atriði séu grundvallaratriði.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Sakamálin sem skóku þjóðina Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Fleiri fréttir Undir áhrifum fíkniefna á vinnuvél Sakamálin sem skóku þjóðina Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Lygileg atburðarás í Landsbankanum Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Öryggisógn í Eystrasaltinu og óskiljanlegur „gjörningur“ lögreglu Tveir bílar rákust saman á brúnni við Fossála Veit vel að önnur kjör en laun þurfi að ræða Hætta leitinni í Meradölum Innan marka að kalla fjárfesta „nútíma þrælahaldara“ Súðavíkurhlíð opin á ný Leit við Meradali í snælduvitlausu veðri Búið að opna Holtavörðuheiði á ný Þungar vikur framundan Skilaréttur neytenda ríkari ef varan er keypt á netinu Lögregla hafi hálfpartinn „hrökklast frá“ Hæstiréttur fer beint í búvörulagamálið Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Grímuskylda og ósáttir vínsalar Holtavörðuheiði enn lokuð Reyndu að ræna hraðbanka Komu hesti til bjargar úr gjótu Icelandair skoðar næstu skref í þróun flugflotans Áfram töluverð snjóflóðahætta á Vestfjörðum Áfengissala á helgidögum þjóðkirkjunnar stöðvuð af lögreglu Sjá meira