Brýtur blað í sögunni 13. október 2005 19:01 Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki." Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Pálína Ásgeirsdóttir verður fyrst íslenskra hjúkrunarfræðinga til að gegna starfi yfirmanns spítalahjúkrunarþjónustu Alþjóða Rauða krossins í Genf. Hún tekur við starfinu um næstu mánaðamót. "Ég verð í samstarfi við aðra á skrifstofunni í Genf í spítalastjórnun og uppbyggingu Rauða krossins í þeim löndum þar sem hann aðstoðar sjúkrahús," sagði hún. Pálína hefur starfað af og til á vegum Rauða krossins síðan 1986. Hún hefur unnið á sjúkrahúsum sem almennur hjúkrunarfræðingur, svæfingarhjúkrunarfræðingur og stjórnandi. Síðustu tvö ár hefur hún verið í Afganistan, þar sem hún vann við sjúkrahús sem Rauði krossinn aðstoðar þar. Jafnframt starfaði hún fyrir hönd Rauða krossins með Alþjóða heilbrigðismálastofnuninni, svo og stórum styrktaraðilum sem styrkt hafa uppbyggingu hjúkrunarþjónustu í Afganistan. "Starfið í Afganistan hefur verið mjög áhugavert," sagði Pálína. "Það hefur verið mjög gott samstarf milli þeirra sem unnið hafa að þessu verkefni. Við höfum verið að aðstoða heilbrigðisráðuneytið þar við að byggja upp stefnumótun í sjúkrahúsþjónustu fyrir allt landið. Þetta hefur verið áhugaverð og skemmtileg reynsla." Pálína sagði að ástandið í sjúkrahúsmálum í Afganistan væri ekki gott. Skiljanlega hefðu fjármunirnir fremur farið í að byggja upp heilsugæslu. Spítalarnir hefðu orðið útundan. Unnið hefði verið að því að byggja upp spítalaþjónustu sem væri hagkvæm og góð miðað við þær aðstæður sem væru í landinu. Þær væru bágbornar hvað varðaði húsnæði, allan tækjabúnað og menntun heilbrigðisstarfsmanna. Allt væri þetta í uppbyggingu, en ekki væri fyrirséð hvort nægilegir peningar fengjust í lágmarkshjúkrunarþjónustu. "Nú söðla ég um," sagði Pálína. "Ég verð hinum megin við borðið en ekki lengur í viðkomandi löndum. Ég verð í stuðnings- og mótunarhlutverki í Genf. Vissulega mun ég sakna þess í bland að starfa ekki úti á vettvangi, en ég mun heimsækja þau lönd sem Rauði krossinn styður í þessum málaflokki."
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Innlent „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Innlent Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Innlent Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Innlent Sendiherra látinn fjúka vegna brandara á kostnað Trump Erlent Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Innlent 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Innlent „Sleppið föngunum núna eða ykkar mun bíða helvíti“ Erlent Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Innlent Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Innlent Fleiri fréttir Biðin eftir ökuskírteinum senn á enda Tók að sér að skipta búi móður sinnar og hafði tugi milljóna af því Einn fluttur með þyrlu vegna slyssins Óttast að Íslendingar þurfi að halla sér að Evrópusambandinu Veraldarvinir ætla að byggja upp Sunnutorg Sindri og Ísidór sýknaðir í hryðjuverkamálinu Sagðist nýskilinn og þyrfti því að fróa sér á almannafæri Til skoðunar að flytja skóla Hjallastefnunnar í Engjateig Leikskólarnir ekki fyrst og fremst fyrir foreldra Aukið fjármagn til að stytta bið Ræddi við Hegseth og hefur óskaði eftir samtali við Rubio Hagræðingartillögur gagnrýndar og heimsmálin rædd Ná ekki í hundrað milljónir með fækkun í Hæstarétti Dæmdur fyrir kylfuárás í Kringlunni Pallborðið á Vísi: Hvar stendur Ísland gagnvart Trump, tollastríði og breyttri heimsmynd? 30 milljarðar safnast upp á reikningum Menntasjóðs Árekstur á Vesturlandsvegi „Algjörlega brjálæðislegt að sjá“ Sorglegt að ekki verði af vinnustaðaleikskólum Ömmur og afar Bryndísar Klöru: „Tími aðgerða þegar liðinn“ Læknir ekki séð aðra eins áverka á þrjátíu ára starfsferli Langflest börn brjóti ekki aftur á öðrum börnum eftir meðferð Átta ungmenni handtekin í Seljahverfi Hugvíkkandi efni geti verið óheppileg fyrir fólk í bata Vel tókst að slökkva eld við Nýbýlaveg Íslendingar eigi eitt tromp gegn Trump Anna Kristín Arngrímsdóttir er látin Þurfti þrjár tilraunir til að lenda í Keflavík Sérstakt að túlka tillögur almennings sem stríðsyfirlýsingu Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“ Sjá meira
Silfurlitaða VÆB byltingin tók yfir öskudaginn: „Þetta er geggjað! Þetta er galið! Þetta er geðveikt!“