Misjafnar sættir í fjölmiðlamálum 11. apríl 2005 00:01 Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira
Sigur fyrir lýðræðið í landinu og sigur fyrir þingræðið! Þessi orð féllu á Alþingi í dag þegar þingmenn allra flokka lýstu sögulegri sáttargjörð með fjölmiðlaskýrslunni. Sáttartónninn stóð hins vegar ekki lengi því átök blossuðu upp síðdegis þegar umræður hófust í kjölfarið um stjórnarfrumvarp um Ríkisútvarpið. Það var í raun undarlegt að verða vitni að þeirri miklu eindrægni og samstöðu sem ríkti í sölum Alþingis í dag um hvernig fjölmiðlafrumvarp eigi að líta út svo skömmu eftir að Alþingi og raunar þjóðfélagið allt lék á reiðiskjálfi út af sama máli. Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir menntamálaráðherra gerði grein fyrir skýrslu fjölmiðlanefndar og tillögum hennar sem hún lýsti sem pólitískri sátt. Hún sagði að sú státtagjörð sem nú lægi fyrir væri söguleg, ekki einungis í ljósi átaka síðasta árs heldur einnig vegna þess hversu mikla framsýni nefndarmenn hefðu sýnt á mörgum sviðum. Þingmenn stigu hver af öðrum í pontu til að fagna sáttinni. Mörður Árnason, Samfylkingunni, sagði að samfylkingarmenn teldu að í aðalatriðum hefði verið vel að verki staðið. Skýrslan væri þó lagafrumvarp og það þyrfti að fara vel yfir niðurstöður nefndarinnar, einkum um eignarhaldið, og skynsamlegast væri að komast af án slíkra takmarkana umfram samkeppnislög. „Við lýsum okkur hins vegar reiðubúin að ganga til samstarfs um löggjöf á fjölmiðlasviði á grundvelli þessarar skýrslu,“ sagði Mörður enn fremur. Magnús Þór Hafsteinsson, þingmaður Frjálslynda flokksins, sagði skýrsluna sögulegt plagg sem markaði tímamót. „Þessi skýrsla er að mínu mati sigur fyrir lýðræðið í landinu. Hún er líka sigur fyrir þingræðið, fyrir vilja Alþingis.“ Stjórnarþingmenn sem harðast börðust fyrir fjölmiðlalögum í fyrra virtust einnig sáttir. Bjarni Benediktsson, Sjálfstæðisflokki, sagði að óhætt væri að segja að um merkileg tímamót væri að ræða, að tekist hefði þverpólitísk sátt um þær megináherslur sem leggja ætti til grundvallar þegar reglur væru mótaðar um þetta efni, sérstaklega þegar haft væri í huga hve deilt hefði verið um málið á síðasta ári. Ekk væri annað hægt en að fagna því að þær öldur hefði nú lægt. Einn skugga bar þó á samstöðuna. Stjónarandstaðan gerir kröfu um að leitað verði sams konar sátta um málefni Ríkisútvarpsins. Bryndís Hlöðversdóttir, Samfylkingunni, benti á að þróun þess og staða hefði áhrif á allt fjölmiðlaumhverfið og því væri það óskynsamlegt og óásættanlegt að halda því fyrir utan heildarmyndina. Með því móti vantaði burðarbitann í mannvirkið og það kynni ekki góðri lukku að stýra. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði um sama málefni að ríkisstjórnin ætlaði að nema brott lagagrundvöll Ríkisútvarpsins, ráðast á starfsfólkið, draga úr gagnsæi og geirnegla flokkspólitíska stjórn yfir stofnuninni. „Það er hneyksli ef það á að reyna að knýja hér í gegn lagafrumvarp sem hefur þessar alvarlegu afleiðingar fyrir Ríkisútvarpið,“ sagði Ögmundur.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Kjarasamningur kennara í höfn Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Innlent Vilja hvalkjöt af matseðlinum Innlent Fleiri fréttir Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Sjá meira