Listræn mannrækt á Suðurnesjum 12. apríl 2005 00:01 "Það er engin vigt í húsinu og ekkert málband þannig að þetta er ekki venjuleg líkamsræktarstöð heldur fáum við hingað fólk sem er að leita að einhverju fyrir sinn innri mann, svona líkamsrækt fyrir sálina," segir Marta brosandi þegar hún er spurð út í starfsemina. Marta opnaði Púlsinn fyrir tveimur árum ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Þór Friðrikssyni. Þau höfðu keypt gamla kaupfélagshúsið sem búið var að standa autt um tíma og tóku það ærlega í gegn. Nú blasa þar við hlýlegir salir og stofur fyrir ýmsar æfingar og Marta segir jógasalinn vekja sérstaka lukku. "Við höfum verið með kennara úr Reykjavík sem lögðu það á sig að keyra hingað því þeim fannst aðstaðan svo góð," segir Marta, sem getur þess líka að það séu ekki aðeins Suðurnesjamenn sem sæki Púlsinn heldur komi fólk af höfuðborgarsvæðinu og víðar að á námskeið. "Við reynum að skapa okkur sérstöðu og halda námskeið sem fólk sækir í. Margir hafa áhuga á jóga og danskennslan í húsinu er öðruvísi en annars staðar. Það er svo mikil heilun í því að dansa - og ekki bara hliðar saman hliðar heldur líka þetta frjálsa form eins og tíðkast í orkudansi. Við vinnum mikið með hópefli og oft koma hingað vinkvennahópar, vinnufélagar eða nemendahópar. Við byrjuðum náttúrlega með okkar hugmyndir og okkar stundatöflu en svo fór fólk að panta ýmislegt sem við ákváðum að bregðast við og þannig er það í dag," segir Marta og ber blaðamanni hressandi jurtate með lakkrísrót, kanil og hunangi. Marta er kennari að mennt með framhaldspróf í leiklist og það nýtist henni vel í Púlsinum. Þegar Fréttablaðsfólk er á ferðinni eru þar einmitt krakkar í leiklistartíma og virðast njóta sín vel. "Leiklistin er svo mikið galdratæki. Það rúmast svo margt innan hennar," segir Marta og kveðst einnig vera á leið til Bandaríkjanna að fullnuma sig í Kripalu dansjóga. Heimkomin þaðan verður hún fyrsti dansjógakennarinn á Íslandi. Hún minnist líka á matreiðslunámskeið á grænu línunni. Þar fer Solla sem kennd hefur verið við Grænan kost á kostum, eftir því sem Marta lýsir. "Við erum með fullt af góðum kennurum og einn af þeim er Solla. Hún fer upp á leiksvið Púlsins og það er frábært að horfa á hana elda, hún er svo mikill fræðari." Marta og Friðrik hafa greinilega fundið upp á ýmsu til að hjálpa fólki að líða betur. Lógóið þeirra er táknrænt fyrir það sem þau eru að gera, hendur utan um sólarlitað hjarta. Benda má á heimasíðuna: www.pulsinn.is Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira
"Það er engin vigt í húsinu og ekkert málband þannig að þetta er ekki venjuleg líkamsræktarstöð heldur fáum við hingað fólk sem er að leita að einhverju fyrir sinn innri mann, svona líkamsrækt fyrir sálina," segir Marta brosandi þegar hún er spurð út í starfsemina. Marta opnaði Púlsinn fyrir tveimur árum ásamt eiginmanni sínum, Friðriki Þór Friðrikssyni. Þau höfðu keypt gamla kaupfélagshúsið sem búið var að standa autt um tíma og tóku það ærlega í gegn. Nú blasa þar við hlýlegir salir og stofur fyrir ýmsar æfingar og Marta segir jógasalinn vekja sérstaka lukku. "Við höfum verið með kennara úr Reykjavík sem lögðu það á sig að keyra hingað því þeim fannst aðstaðan svo góð," segir Marta, sem getur þess líka að það séu ekki aðeins Suðurnesjamenn sem sæki Púlsinn heldur komi fólk af höfuðborgarsvæðinu og víðar að á námskeið. "Við reynum að skapa okkur sérstöðu og halda námskeið sem fólk sækir í. Margir hafa áhuga á jóga og danskennslan í húsinu er öðruvísi en annars staðar. Það er svo mikil heilun í því að dansa - og ekki bara hliðar saman hliðar heldur líka þetta frjálsa form eins og tíðkast í orkudansi. Við vinnum mikið með hópefli og oft koma hingað vinkvennahópar, vinnufélagar eða nemendahópar. Við byrjuðum náttúrlega með okkar hugmyndir og okkar stundatöflu en svo fór fólk að panta ýmislegt sem við ákváðum að bregðast við og þannig er það í dag," segir Marta og ber blaðamanni hressandi jurtate með lakkrísrót, kanil og hunangi. Marta er kennari að mennt með framhaldspróf í leiklist og það nýtist henni vel í Púlsinum. Þegar Fréttablaðsfólk er á ferðinni eru þar einmitt krakkar í leiklistartíma og virðast njóta sín vel. "Leiklistin er svo mikið galdratæki. Það rúmast svo margt innan hennar," segir Marta og kveðst einnig vera á leið til Bandaríkjanna að fullnuma sig í Kripalu dansjóga. Heimkomin þaðan verður hún fyrsti dansjógakennarinn á Íslandi. Hún minnist líka á matreiðslunámskeið á grænu línunni. Þar fer Solla sem kennd hefur verið við Grænan kost á kostum, eftir því sem Marta lýsir. "Við erum með fullt af góðum kennurum og einn af þeim er Solla. Hún fer upp á leiksvið Púlsins og það er frábært að horfa á hana elda, hún er svo mikill fræðari." Marta og Friðrik hafa greinilega fundið upp á ýmsu til að hjálpa fólki að líða betur. Lógóið þeirra er táknrænt fyrir það sem þau eru að gera, hendur utan um sólarlitað hjarta. Benda má á heimasíðuna: www.pulsinn.is
Heilsa Mest lesið Kynntist eiginkonunni á swingklúbbi Lífið Léttir að heyra öskrið í dóttur sinni Lífið Atli Steinn genginn í það heilaga Lífið Bak við tjöldin í Kryddsíldinni 2024 Lífið Fréttatían: Áramótin, Kryddsíld og útlönd Lífið Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Menning Saga sagði já við Sturlu Lífið Mætti á undan Katrínu Tönju til landsins og kom henni á óvart Lífið Una Torfa og Jón Jónsson frumfluttu lag í beinni Tónlist Heilsa og vellíðan nátengd góðu umhverfi Lífið samstarf Fleiri fréttir Af hverju er þessi kona á öllum auglýsingaskiltum? Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Sjá meira