Svanurinn tryggir gæðin 12. apríl 2005 00:01 "Þegar fólk kaupir Svansmerkta vöru getur það treyst því að varan uppfylli strangar umhverfis- og gæðakröfur," segir Sigrún Guðmundsdóttir hjá Umhverfisstofnun, sem ætlar að ráðast í átak á næstu dögum að kynna Svaninn fyrir Íslendingum. Aðeins vara eða þjónusta sem uppfyllir strangar kröfur varðandi umhverfisþætti getur fengið Svansmerkið og eru ýmis umhverfisspillandi efni bönnuð í framleiðslu á vörunum. "Ýmis varhugaverð efni eru notuð í vörur sem við notum, eins og til dæmis snyrtivörur. Í nýlegri rannsókn sem unnin var í Noregi kom til dæmis í ljós að rotvarnarefni sem notuð eru í rök þvottastykki fyrir börn eru talin hafa hormónatruflandi áhrif," segir Sigrún. Hún segir að því miður sé ekki að finna Svansmerktar snyrtivörur hér á landi en hún vonast til þess að þar verði breyting á í framtíðinni. "Hormónatruflandi efni eru fyrir hendi til dæmis í snyrtivörum, hreinsiefnum, fatnaði, vínylgólfdúk og málningu, auk þess sem líkur eru á að sum þessara efna séu krabbameinsvaldandi. Efnin eru sum hver leyfð í litlu magni, en hins vegar brotna þau seint niður í náttúrunni og geta þau því hugsanlega valdið mengun annars staðar eins og í matvælum. Fólk er misviðkvæmt fyrir þessum efnum en börn eru sérlega viðkvæm og full ástæða til að koma í veg fyrir að þessi efni séu í þeirra umhverfi," segir Sigrún. Svanurinn gerir meðal annars þær kröfur að efni sem valda ofnæmi eða séu heilsuspillandi sé ekki að finna í vörum, enda helst það oft í hendur við umhverfisspillandi efni. Sex íslensk fyrirtæki hafa fengið Svaninn, en það eru Undri í Njarðvík, Mjöll Frigg fyrir þvottaefnið Maraþon Milt, Guðjón Ó. Prentsmiðja, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Hótel Eldhestar og fyrirtækjaþjónusta Enjo. Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira
"Þegar fólk kaupir Svansmerkta vöru getur það treyst því að varan uppfylli strangar umhverfis- og gæðakröfur," segir Sigrún Guðmundsdóttir hjá Umhverfisstofnun, sem ætlar að ráðast í átak á næstu dögum að kynna Svaninn fyrir Íslendingum. Aðeins vara eða þjónusta sem uppfyllir strangar kröfur varðandi umhverfisþætti getur fengið Svansmerkið og eru ýmis umhverfisspillandi efni bönnuð í framleiðslu á vörunum. "Ýmis varhugaverð efni eru notuð í vörur sem við notum, eins og til dæmis snyrtivörur. Í nýlegri rannsókn sem unnin var í Noregi kom til dæmis í ljós að rotvarnarefni sem notuð eru í rök þvottastykki fyrir börn eru talin hafa hormónatruflandi áhrif," segir Sigrún. Hún segir að því miður sé ekki að finna Svansmerktar snyrtivörur hér á landi en hún vonast til þess að þar verði breyting á í framtíðinni. "Hormónatruflandi efni eru fyrir hendi til dæmis í snyrtivörum, hreinsiefnum, fatnaði, vínylgólfdúk og málningu, auk þess sem líkur eru á að sum þessara efna séu krabbameinsvaldandi. Efnin eru sum hver leyfð í litlu magni, en hins vegar brotna þau seint niður í náttúrunni og geta þau því hugsanlega valdið mengun annars staðar eins og í matvælum. Fólk er misviðkvæmt fyrir þessum efnum en börn eru sérlega viðkvæm og full ástæða til að koma í veg fyrir að þessi efni séu í þeirra umhverfi," segir Sigrún. Svanurinn gerir meðal annars þær kröfur að efni sem valda ofnæmi eða séu heilsuspillandi sé ekki að finna í vörum, enda helst það oft í hendur við umhverfisspillandi efni. Sex íslensk fyrirtæki hafa fengið Svaninn, en það eru Undri í Njarðvík, Mjöll Frigg fyrir þvottaefnið Maraþon Milt, Guðjón Ó. Prentsmiðja, Farfuglaheimilið í Reykjavík, Hótel Eldhestar og fyrirtækjaþjónusta Enjo.
Heilsa Mest lesið Lifir lífinu við óbærilegan sársauka Lífið Með stóra drauma og svarta beltið í taekwondo Lífið Fréttatía vikunnar: Landsfundur, körfubolti og geimferðir Lífið Dýrmætt að fá að hitta hetjurnar á hinum enda línunnar Lífið Dóri DNA og Magnea greiddu 126 milljónir fyrir einbýli í Skerjafirði Lífið Hafði ekki hugmynd um að einstakt hjól sitt væri týnt Lífið Segir föður sinn hafa verið við hestaheilsu Lífið Úrval Útsýn færir landsmönnum sól og gleði í 70 ár Lífið samstarf Fengu aðstoð frá heimamanni: „Þannig að við séum ekki eins og hauslausar hænur“ Lífið Einföld ráð fyrir glæsilegra heimili Lífið Fleiri fréttir Eiríkur og Þórdís tilnefnd til bókmenntaverðlauna Norðurlandaráðs Tvíburabræður með myndlistarsýningu „Hvenær er hægt að leita í óskilamun hjá ykkur?“ Uglumorð, auglýsingar og dauði internetsins Brynhildur hættir í Borgarleikhúsinu Mótsvar til að lifa af andlega og sökkva ekki í hyldýpið Líf og fjör meðal guða og manna Dægradvöl Benedikts meinfýsið rant biturs manns Kennir Instagram mökum að taka almennilegar myndir Úr drullumalli og nornaseiði í listnám í Bandaríkjunum Sjá meira