Kona sem lifði af 12. apríl 2005 00:01 "Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira
"Ég er kona sem lifði af," sagði Svava Björnsdóttir, verkefnisstjóri Blátt áfram, sem er forvarnarverkefni gegn kynferðisofbeldi gagnvart börnum. Svava sagði sögu sína á ráðstefnu um heimilis- og kynferðisofbeldi á börnum og unglingum í gær. Hún var á aldrinum 4 - 10 ára, þegar stjúpi hennar beitti hana andlegu og líkamlegu kynferðisofbeldi. Hann misnotaði líka tvíburasystur hennar. "Á hverju kvöldi reyndi ég að halda mér vakandi til að verja mig. En ég sofnaði á verðinum og vaknaði við það að hann var byrjaður. Þá fór ég úr líkamanum og horfði á mig og það sem var að gerast úr fjarlægð. Ég var bara lítið barn og elskaði foreldra mína," sagði hún í erindi sínu á ráðstefnunni. "Mér fannst ég vera ljót, skítug og vond stelpa og að þetta væri allt mér að kenna. Þögnin var að gera út af við mig. Ég þráði ekkert heitara heldur en að fjölskyldan sæi mig eins og ég var." En það gerðist ekki, svo Svava varð að velja. Hún varð að velja milli sín og fjölskyldunnar. Hún valdi sig. Hún lýsti þeim tilfinningaátökum sem ólguðu innra með henni á unglingaárunum. Ótti, sorg, einmanaleiki, kvíði, óöryggi, skömm, - og svo röddin í höfðinu. Sjálfsásökunarröddin sem níddi hana niður og olli því að hún hataði sjálfa sig fyrir þetta allt saman og kenndi sér um. Hún fór að drekka, átti í mörgum samböndum en varaðist að treysta nokkrum eða gefa færi á að hún yrði særð. Þess vegna eyðilagði hún alltaf sambönd þar sem útlit var fyrir að væntumþykja, traust og virðing gætu skapast. "Í mínu tilfelli, þar sem ég trúði því að ég væri sökudólgurinn, brást ég við með því að fara í fullkomnunarhlutverk. Ég gaf hvergi færi á mér," sagði hún. Í dag er hún gift og á þrjú börn. Hún hefur barist af alefli gegn kynferðisofbeldi í 12 ár, frá því hún opnaði "á flóðið" og fór að tala og vinna í sínum málum. Frásögn hennar er framlag til að opna umræðuna og hjálpa fólki. Enn er langt í land en hún berst ótrauð áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Innlent Sýknaður af ákæru um að verða hjónum að bana Innlent Rekin eftir að hafa neitað að endurnýja byssuleyfi Mels Gibson Erlent Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Innlent Vaktin: Halla kjörin formaður VR Innlent Pútín í Kúrsk: Farið verði með úkraínska hermenn eins og hryðjuverkamenn Erlent Handtekinn á vafasömum forsendum og hótað brottflutningi Erlent Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Innlent Wagnerliðar fremja ódæði í Malí: „Ég sá dauðann alls staðar“ Erlent Ráðgjafi Pútíns segir tillögu Trumps tilgangslausa Erlent Fleiri fréttir Vill hefja undirbúning næstu kjarasamninga strax Samfélagslögga flakkar á milli „heitra reita“ og eltir hópamyndun Réttlæta ofbeldi með því að þolandi eigi það skilið Ætlar að finna jarðvarma á köldum svæðum „Hann grátbað mig um að við fengjum að flytja í burtu“ Brutu framrúðu til að bjarga barni læstu inni í bíl Segir menntamálaráðherra vega að grunnstoðum lýðræðisins Handataka og húsleitir, ótti í Breiðholti og ótrúleg björgun Einn handtekinn til viðbótar í manndrápsmáli Tognaður, kaldur og hrakinn eftir fimm daga í Loðmundarfirði Skammtímaleiga í þéttbýli verði afmörkuð við lögheimili Keyptu húsið aftur árið 2019 á sama verði og árið 2007 Úrslitin komu Höllu ekki á óvart Nauðgunardómur Guðmundar Elíss staðfestur Fimmtán mánuðir fyrir að stinga nývaknaða konu Vilja hvorki staðfesta fund í Haag né aðkomu Europol Hrökklaðist úr borgarstjórn vegna pressu frá formanninum Sex skjálftar yfir 3,0 Smæðin auki hættu á sögusögnum og óþarfa ágiskunum Skyndilegur brottrekstur dropinn sem fyllti mælinn Bein útsending: Kynnir nýtt átak stjórnvalda í leit og nýtingu á jarðhita Ekkert sérstakt eftirlit með afgangsflugeldum Mikilvægt að grípa snemma inn í: „Börnin okkar eru að þyngjast“ Skýrari mynd að komast á atburðarrásina segir lögreglan Vaktin: Halla kjörin formaður VR Kallar eftir kjarkmiklum og óttalausum forystumanni Hætti sér loksins út að leika og var laminn um leið Manndrápsrannsóknin: Myndin að verða „skýrari og skýrari“ Jón Gnarr vill skikkjur og hárkollur á þingmenn Maðurinn sem lýst var eftir kominn í leitirnar Sjá meira