Styðja ekki samgönguáætlun 12. apríl 2005 00:01 Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira
Tveir stjórnarþingmenn lýstu því yfir í umræðum á Alþingi í dag að þeir myndu ekki styðja samgönguáætlun ríkisstjórnarinnar, annar vegna svika á kosningaloforðum, hinn vegna misskiptingar vegafjár milli þéttbýlis og dreifbýlis. Sturla Böðvarsson samgönguráðherra mátti sitja undir orraríð þegar þingmenn ræddu framlög til samgöngumála næstu fjögur árin. Umræðan snerist að verulegu leyti um niðurskurð til vegagerðar, sem á þremur árum nemur 5,7 miljörðum króna. Björgvin G. Sigurðsson, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði ráðstöfunina alranga á meðan ástandið væri jafnviðkvæmt og víða væri úti á landsbyggðinni. Þetta væri byggðafjandsamlegur niðurskurður sem kæmi alvarlega við þær. Samgönguráðherra varði gjörninginn á þann hátt að benda á að miðað við aðstæður í efnahagsmálum lægi það alveg fyrir að ríkisstjórnin hefði komist að þeirri niðurstöðu að nauðsynlegt væri að gæta hófs í umsvifum í efnahagskerfinu vegna þeirra miklu framkvæmda sem væru við uppbygggingu orkufreks iðnaðar um þessar mundir. Steingrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri-grænna, sagði óþolandi að samgöngumál skyldi vera eini málaflokkurinn sem væri undir þetta settur, að hann væri dreginn sundur eins og harmonikkubelgur en þó oftar þjappað harkalega saman til að uppfylla einhverja sálræna þörf og sýnd um það að menn væru að sýna ábyrgð í efnahagsmálum. „Þetta er bara rugl. Í 950 milljarða hagkerfi, hverju breytir þetta þó að dreifðar almennar framkvæmdir af þessu tagi fái að hafa sinn gang?“ spurði Steingrímur. Hörðust var gagnrýnin úr stjórnarliðinu sjálfu því framsóknarþingmaðurinn Kristinn H. Gunnarsson kvaðst ekki styðja niðurskurðinn. Hann sagði að það gengi ekki í vegamálum að lofa stöðugt fyrir kosningar og skera það svo niður eftir þær. „Ég vil beina því til ríkisstjórnarinnar, virðulegi forseti, að hún hætti þessum skollaleik. Það er ekki á okkur stuðningsmenn ríkisstjórnarinnar leggjandi að standa undir því að verja ríkisstjórnina, útskýra þessar gerðir sem eru á þennan veg. Menn verða einfaldlega að standa við það sem þeir segja, hafa þrek til þess að bera málið til enda út kjörtímabilið það sem þeir ákveða að gera fyrir kosningar. Annað gengur ekki.“ Sjálfstæðismaðurinn Gunnar Birgisson lýsti einnig andstöðu sinni en á öðrum forsendum. Höfuðborgarsvæðið sæti á hakanum. Hann sagði enn fremur að ef einhverjir væru að tala um misskiptingu fjármuna þá ætti hún sér stað í samgönguáætlun.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Erlent Fleiri fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Laxalús í sjókvíum smitist greiðlega í villta laxa Náðu að loka á mann sem sveiflaði hníf inn um hurð Útsýnið úr útsýnisíbúðinni verður að engu Sjá meira