Innlent

Nýtt innflytjendaráð í deiglunni

Stefnt verður að því að stofna innflytjendaráð, tilraunaverkefni til fimm ára, sem mun sinna málefnum innflytjenda og bera ábyrgð á flóttamannamóttöku. Þetta kom fram í máli Árna Magnússonar félagsmálaráðherra í utandagsskrárumræðu um kynþáttafordóma og aðgerðir gegn þeim í gær. Gert er ráð fyrir að slíkt ráð gerði þjónustusamninga við þá sem best væru til þess fallnir að sinna brýnum verkefnum innflytjenda. Þetta eru tillögur nefndar sem fjallað hefur um framkvæmd þjónustu við útlendinga sem skipuð var í fyrrasumar. Hún skilaði af sér tillögum og drögum af endanlegri skýrslu til félagsmálaráðherra í gær. Árni segir að næsta mál á dagskrá sér að gera grein fyrir tillögunni í ríkisstjórn í næstu viku. Í framhaldi verður kostnaður við Innflytjendaráðið metið og athugað hvort þurfi einhverjar lagabreytingar. Hann vonar að tillögurnar komi til framkvæmda strax á næsta ári. Lagt verður til að innflytjendaráð muni heyra undir félagsmálaráðuneytið, en verði skipað fulltrúum félagsmálaráðuneytis, menntamálaráðuneytis, dómsmálaráðuneytis, heilbrigðisráðuneytis og Sambands sveitafélaga. Eftir nokkrar umræður á þingi tók Árni einnig jákvætt í þá hugmynd að fulltrúi innflytjenda muni sitja í innflytjendaráði. Einar Skúlasons, framkvæmdastjóri Alþjóðahúss, segist lítast vel á hugmyndina við fyrstu heyrn. "Þetta er fyrsta heilsteypta hugmyndin um stefnumörkun stjórnvalda í málaflokknum. Nú bíð ég bara eftir að komi einhverjar krónur til að fyglja þessu eftir." Hann segir boltann nú vera hjá menntamálaráðherra til að gera eitthvað róttækt í íslenskukennslu og að byggja upp fordómafræðslu á öllum fræðslustigum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×