Ræða uppsagnir vegna vinnuálags 15. apríl 2005 00:01 Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH. Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira
Mikil vinnuálag í kjölfar sparnaðaraðgerða á Landspítala háskólasjúkrahúsi hefur leitt til þess að hreyfing er á hjúkrunarfræðingum og sumir hverjir ræða uppsagnir, að sögn Elsu B. Friðfinnsdóttur formanns Félags íslenskra hjúkrunarfræðinga. "Ég heyri á hjúkrunarfræðingu að mikið, langvarandi álag sé að valda því að fólk sé farið að hugsa sér til hreyfings," sagði Elsa. "Vakt eftir vakt, viku eftir viku, fer fólk úr vinnunni með það á tilfinningunni að það geti ekki sinnt nema því allra nauðsynlegast. Slíkt álag og mikil ábyrgð í minnkandi hópi fagmanna býður hættunni heim. Það vekur upp spurningu um hvar öryggi sjúklinganna sé í öllum þessum aðgerðum og hvernig faglegu öryggi okkar félagsmanna sé háttað." Kristín Á. Guðmundsdóttir formaður Sjúkraliðafélags Íslands sagði verulega leitað til félagsins vegna "gríðarlegs vinnuálags" á LSH. Þar væru sumar deildir nefndar oftar en aðrar. Þá væri kvartað yfir því að til stæði að færa fólk milli vakta með skömmum fyrirvara. Enn fremur mætti nefna kvartanir starfsmanna vegna vefrænnar vaktatöflu sem búið væri að setja upp á LSH. Fólk segði álagið svo mikið að það mætti ekki vera að því að skrá sig inn á vaktir í vinnutímanum, eins og ráð væri fyrir gert. Það teldi sér ekki skylt að taka vinnuna með sér heim í bókstaflegum skilningi, en ætti ekki annarra úrkosta. "Sumir segjast vera að sligast undir þessu álagi," sagði Kristín sem bætti við að erfitt að fá formleg erindi frá félagsmönnum sem kvörtuðu því þeir hræddust að þeir myndu gjalda þess á vinnustað. Ólafía Margrét Guðmundsdóttir formaður Ljósmæðrafélags Íslands, sem vinnur á spítalanum sagði því ekki að neita að álagið á ljósmæður væri geysilega mikið. "Maður finnur fyrir þessu aðhaldi og sparnaðaraðgerðum sem stöðugt eru í gangi," sagði hún. "Nú þarf sami fjöldi að sinna fleiri og flóknari verkefnum. Það er ekkert bætt við. Tilteknar deildir mega ekki við því að einn einasti starfsmaður veikist. Fólk er jafnvel að mæta hálf lasið í vinnuna svo álagið lendi ekki á hinum. Þá er stöðugt verið að kvabba á fólki í vaktafríum og kalla það út." Ekki náðist í Ernu Einarsdóttur sviðsstjóra starfsmannamála á LSH.
Fréttir Heilbrigðismál Innlent Mest lesið Eldar loga í LA og neyðarástandi lýst yfir Erlent Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Innlent Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Innlent Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Innlent Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Innlent Af hverju langar Trump í Grænland? Erlent Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Innlent Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Innlent Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Innlent Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Innlent Fleiri fréttir Fylgdarakstur í Hvalfjarðargöngum vegna þrifa Foreldrar Ibrahims krefjast tuttugu milljóna í miskabætur Eyddu tundurduflinu á botni Eyjafjarðar Gæsluvarðhald vegna stunguárásar framlengt 333 veðurviðvaranir gefnar út á nýliðnu ári Sárt að vera sakaður um að maka krókinn á ósiðlegan hátt Bílstjórinn á Ásvöllum ákærður fyrir manndráp af gáleysi Bein útsending: Útför Egils Þórs Jónssonar Telur stjórnsýsluúttekt litlu breyta fyrir íbúa og íhugar að flytja Ummælin um Grænland risastórt mál sem ætti að taka alvarlega Efla vöktun við Ljósufjöll vegna jarðhræringa Gagnrýna aðbúnað í hjólhýsabyggðinni á Höfðanum Ibrahim hafi horfið sjónum bílstjórans í fáeinar sekúndur Íbúar hafi óttast að svona gæti farið Kettlingur í Reykjavík greindur með H5N5 Gerði ráð fyrir að verða formaður þingflokksins Skjálftar við Grjótárvatn og Bárðarbungu Fluttur á slysadeild til aðhlynningar eftir bruna á Sævarhöfða Tundurduflið dregið út á Eyjafjörð og eytt í birtingu Sjálfstæðismenn orðnir eins og vinstrimenn Krefjast upptöku á aragrúa gullmuna í fíkniefnamáli tvíbura Framtíð Grænlands ráðist í Grænlandi Götulokanir á Akureyri vegna tilfærslu sprengjunnar Hafi þurft að þola ómannúðlega meðferð sem dró hann til dauða Stefnir ríkinu vegna plastbarkamálsins „Hann kom víða við og snerti marga“ Fimm sækjast eftir embætti Landlæknis „Þetta er sannarlega mikill heiður“ Innri endurskoðun tekur ferlíkið við Álfabakka fyrir Bjarni misst stuðning úr sínum kjarnahópi Sjá meira