Auka kvóta til jafns við Norðmenn 15. apríl 2005 00:01 Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstandandi ári og er það í samræmi við langtímastjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. Í tilkynningunni segir að samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á meðan samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum hafi hlutur Íslands verið 15,54 prósent af leyfilegum heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Íslands orðið 138.300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hafi þeir sett sér kvóta fyrir árið 2005 sem sé 14 prósentum hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegsráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér meiri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005 hafi verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14 prósentum hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Árni M. Mathiesen sjávarútvegsráðherra hefur ákveðið að íslenskum skipum verði heimilt að veiða 157.700 lestir af norsk-íslenskri síld á þessu ári, en það er 14 prósentum stærri hlutur en Íslendingum var ætlaður samkvæmt vísindaráðgjöf Alþjóðahafrannsóknaráðsins. Þessi aukning er jöfn aukningu Norðmanna á kvóta sínum úr stofninum að því er fram kemur í fréttatilkynningu frá sjávarútvegsráðuneytinu. Alþjóðahafrannsóknaráðið hefur lagt til að veiddar verði 890 þúsund lestir alls úr stofninum á yfirstandandi ári og er það í samræmi við langtímastjórnun á veiðum úr norsk-íslenska síldarstofninum. Almennt samkomulag er meðal þeirra ríkja sem eiga hlut í stofninum um að nota þessa ráðgjöf sem viðmiðun. Í tilkynningunni segir að samkvæmt þeirri skiptingu sem ríkti á meðan samningar voru í gildi um stjórn veiða úr stofninum hafi hlutur Íslands verið 15,54 prósent af leyfilegum heildarafla. Samkvæmt því hefði hlutur Íslands orðið 138.300 tonn á þessu ári. Norðmenn hafi hins vegar ekki viljað fallast á skiptingu heildarmagnsins á óbreyttum forsendum og krafist þess að fá stærri hlut en þeir hafa haft samkvæmt fyrri samningum. Til að fylgja þeirri kröfu eftir hafi þeir sett sér kvóta fyrir árið 2005 sem sé 14 prósentum hærri en sá kvóti sem Noregur hefði fengið samkvæmt fyrri skiptingu. Sjávarútvegsráðherra sendi sjávarútvegsráðherra Noregs bréf þann 2. mars 2005 þar sem Norðmenn eru hvattir til að endurskoða ákvörðun sína og bent er á að ef þeir geri það ekki neyðist Íslendingar til þess að setja sér meiri kvóta en þeir hefðu annars gert. Þannig yrði hækkun Íslendinga að vera í það minnsta til jafns við hækkun Norðmanna. Í tilkynningu sjávarútvegsráðuneytisins segir að í ljósi þess að ekkert bendi til þess að Norðmenn muni endurskoða ákvörðun sína um aflaheimildir í norsk-íslenskri síld árið 2005 hafi verið ákveðið að veiðiheimildir íslenskra skipa verði 14 prósentum hærri en sem nemur 138.300 tonnum og er því íslenskum skipum heimilað að veiða 157.700 tonn árið 2005.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira