Hafi tíma til að skila inn tilboði 15. apríl 2005 00:01 Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. Tekst almenningi fyrir tilstuðlan Agnesar Bragadóttur blaðamanns og þeirra kaupsýslumanna, sem gáfu hugmynd hennar um almenningssímafélag byr undir báða vængi, að stofna félagið í tæka tíð? Það heldur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra en Agnes og félagar hittu hann í forsætisráðuneytinu í dag. Halldór segir að honum skiljist að hópurinn muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn telji. Einkavæðingarnefnd hafi verið að ganga frá málum Símans og muni fjalla um þau eftir helgina. Aðspurð hversu langan tíma hreyfingin þurfi til að ganga frá sínum málum segir Agnes að það sé ekki vitað nákvæmlega en hún vonist til að fá sex til átta vikur. Halldór segir að erfitt sé að breyta ferli eins og söluferli Símans eftir að hlutir séu farnir af stað en það sé sjálfsagt að fara yfir það. Mikilvægt sé að allir sitji við sama borð og sem flestir komist að borðinu. Agnes Bragadóttir ætlar að komast að þessu borði. Hún er komin í nýtt hlutverk með nýja klippingu. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti hana á hárgreiðslustofunni. Hún segir að verið sé að útbúa útboðsgögn fyrir hreyfinguna sem komið verði í fjármálaráðuneytið fljótlega eftir helgi. Svo ráðist það af afgreiðsluhraða ráðuneytisins hvenær og hvort hreyfingin fái grænt ljós frá því. Forsætisráðherra segir hægt að gera tilboð þótt ekki sé komin endanleg mynd á tilboðsgjafann. Það séu ekki gerðar neinar kröfur um það þannig að honum sýnist sem ekki þurfi að ganga frá málum gagnvart Fjármálaeftirlitinu áður en hreyfingin skili inn sínu tilboði. Þess vegna ætti hún að hafa allgóðan tíma. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á Alþingi að honum litist vel á að breiðfylking almennings næði hlut í Landssímanum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gert ráð fyrir almenningi í upphafi segir Halldór að það hafi verið vegna þess að ráðgjafinn við sölu Símans hafi mælt eindregið með því að fyrirtækið yrði selt í einu lagi. Hann hafi talið að þar gæti munað 20-25 prósentum á verði. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira
Forsætisráðherra telur einsýnt að almenningssímafélagi Agnesar Bragadóttur og fleiri vinnist tími til að skila inn tilboði í Landssímann, fresturinn verði rýmri en talið var. Agnes gekk ásamt félögum sínum á fund í stjórnarráðinu í hádeginu. Tekst almenningi fyrir tilstuðlan Agnesar Bragadóttur blaðamanns og þeirra kaupsýslumanna, sem gáfu hugmynd hennar um almenningssímafélag byr undir báða vængi, að stofna félagið í tæka tíð? Það heldur Halldór Ásgrímsson forsætisráðherra en Agnes og félagar hittu hann í forsætisráðuneytinu í dag. Halldór segir að honum skiljist að hópurinn muni komast að því að tíminn sé rýmri en menn telji. Einkavæðingarnefnd hafi verið að ganga frá málum Símans og muni fjalla um þau eftir helgina. Aðspurð hversu langan tíma hreyfingin þurfi til að ganga frá sínum málum segir Agnes að það sé ekki vitað nákvæmlega en hún vonist til að fá sex til átta vikur. Halldór segir að erfitt sé að breyta ferli eins og söluferli Símans eftir að hlutir séu farnir af stað en það sé sjálfsagt að fara yfir það. Mikilvægt sé að allir sitji við sama borð og sem flestir komist að borðinu. Agnes Bragadóttir ætlar að komast að þessu borði. Hún er komin í nýtt hlutverk með nýja klippingu. Fréttastofa Stöðvar 2 hitti hana á hárgreiðslustofunni. Hún segir að verið sé að útbúa útboðsgögn fyrir hreyfinguna sem komið verði í fjármálaráðuneytið fljótlega eftir helgi. Svo ráðist það af afgreiðsluhraða ráðuneytisins hvenær og hvort hreyfingin fái grænt ljós frá því. Forsætisráðherra segir hægt að gera tilboð þótt ekki sé komin endanleg mynd á tilboðsgjafann. Það séu ekki gerðar neinar kröfur um það þannig að honum sýnist sem ekki þurfi að ganga frá málum gagnvart Fjármálaeftirlitinu áður en hreyfingin skili inn sínu tilboði. Þess vegna ætti hún að hafa allgóðan tíma. Halldór Ásgrímsson lýsti því yfir á Alþingi að honum litist vel á að breiðfylking almennings næði hlut í Landssímanum. Aðspurður hvers vegna ekki hafi verið gert ráð fyrir almenningi í upphafi segir Halldór að það hafi verið vegna þess að ráðgjafinn við sölu Símans hafi mælt eindregið með því að fyrirtækið yrði selt í einu lagi. Hann hafi talið að þar gæti munað 20-25 prósentum á verði.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Innlent Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Innlent Svarar Kára fullum hálsi Innlent Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Innlent Fleiri fréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið FB stækkar og Framsókn aftur á gröfunni Skilningsleysi fyrrverandi fjármálaráðherra um að kenna Meðferðarheimili fyrsta skrefið að þjónustuþorpi fyrir börn Skaut þremur skotum að dróna Fiskistofu Sauð upp úr í morgunumferðinni Spákaupmenn ásælist vatn meðan fæðuöryggi sé stefnt í voða Ekið á gangandi vegfaranda á Langholtsvegi Jarðakaup fjárfesta ógn við matvælaöryggi og nýtt húsnæði Stuðla Minnst þrír foreldrar verkfallsbarna hafi misst vinnuna Fundi frestað hjá kennurum en læknar funda fram á kvöld „Þetta er óhjákvæmilegur meðafli“ Þrjár sviðsmyndir í skoðun en miða við óbreyttan kjördag Nemendur fara í húsnæði KSÍ vegna rakamyndunar Stöðug virkni í eldgosinu frá því í gær Leggja til að rífa skólann því úrbætur yrðu of áhættusamar Lofaði stuðningi og uppskar stuðning kvikmyndagerðarmanna Sagðist fjárhagslegur þræll móður barnsins sem hann braut á Funda vegna slæmrar veðurspár fyrir kjördag Skemmtilegustu kappræður kosningabaráttunnar Einn með stöðu sakbornings þrátt fyrir tvo þjófa Leggja til að fleiri heilbrigðisstéttir geti gefið út vottorð Tóku fyrstu skóflustunguna að nýrri verknámsaðstöðu í FB Á góðri leið með að landa samningi í dag eða á morgun Komin með skýra mynd af andláti móðurinnar Um 43 prósent vilja aukinn einkarekstur í heilbrigðiskerfinu Fundu Diego heilan á húfi í heimahúsi Svarar Kára fullum hálsi Sjá meira