Hvíta reyksins beðið 18. apríl 2005 00:01 Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Kardinálar frá öllum heimshornum settust í gær á rökstóla um kjör nýs páfa, bak við luktar dyr Sixtínsku kapellunnar í Páfagarði. Ekki var einhugur um nýjan páfa í fyrstu atkvæðagreiðslunni og því reis svartur mökkur upp úr reykháfi kapellunnar. Hátæknihlerunarvarnabúnaður á að hindra að nokkuð spyrjist út um það sem fram fer fyrr en kardinálarnir 115 hafa komist að niðurstöðu, en það gæti tekið nokkra daga. Er hinum þungu dyrum kapellunnar var lokið aftur höfðu nærfellt 40.000 manns safnast á Péturstorgið til að freista þess að vera með þeim fyrstu sem sjá hvíta reykinn stíga upp af þar til gerðum reykháf kapellunnar, en hann táknar að nýr páfi, hinn 265. í röðinni, hafi verið kjörinn. Það var hins vegar svartur mökkur sem steig upp til himna frá kapellunni í gærkvöld. Hann táknar að kardinálunum tókst ekki að ná samkomulagi um nýjan páfa í fyrstu umferð kosninganna. Líklega mun hvíti reykurinn ekki stíga upp fyrr en að nokkrum atkvæðagreiðslum loknum. Joseph Ratzinger, einn áhrifamesti kardinálinn í Páfagarði, messaði yfir kollegum sínum áður en þeir drógu sig í hlé til kjörfundarins. Í ræðunni minnti Ratzinger kirkjuhöfðingjana og kaþólikka almennt á hreyfingar sem hann telur ógn við hina réttu trú og helstu áskoranir næsta páfa. Meðal þessara ógna taldi hann hugmyndafræði á borð við marxisma, frjálshyggju, guðleysi, efahyggju og sjálfhverfa einstaklingshyggju. Sérstaka ógn sagði hann stafa af afstæðishyggju, hugmyndafræði þeirra sem telja að enginn algildur sannleikur sé til. "Við færumst nær alræði afstæðishyggjunnar sem tekur engin gildi gild," sagði Ratzinger. Þessari ógn verði kirkjan og hinir trúuðu að mæta af festu. Ratzinger, sem er 78 ára að aldri, er einn þeirra sem líklegastir þykja til að verða næsti páfi. Í veðbönkum var hann í gær kominn upp fyrir Ítalann Dionigi Tettamanzi, sem þykir frjálslyndari en Ratzinger. Meðal þeirra sem mest er veðjað á eru þó nú í fyrsta sinn menn frá löndum utan Evrópu, frá Brasilíu, Hondúras og Nígeríu. Jóhannes Páll II var fyrsti páfinn í aldir sem ekki var ítalskur.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Páskaeggjaframleiðandi fagnar gagnrýni á málshætti Innlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Fleiri fréttir Á þriðja tug látnir eftir árás á ferðamenn í Kasmír Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent