Reykur upp úr strompinum 18. apríl 2005 00:01 Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar læstu sig inni í Sixtínsku kapellunni síðdegis og koma ekki þaðan út fyrr en þeir hafa kosið nýjan páfa. Það getur gerst hvenær sem er. Þegar kardínálarnir voru komnir inn í kapelluna hrópaði Piero Marini erkibiskup, „Extra Omnes“, sem þýðir að allir aðrir en kardínálarnir áttu að fara út. Síðan var voldugum eikardyrunum lokað. Um stromp kapellunnar, sem er líklega frægasti strompur í heimi, berast skilaboð um gang páfakjörsins. Kardínálarnir greiða atkvæði aftur og aftur þar til nýr páfi hefur verið kjörinn. Eftir hverja kosningu eru atkvæðaseðlarnir brenndir. Ef reykurinn er svartur hefur ekki náðst samstaða; ef hann er hvítur hefur páfi verið kjörinn. Í fyrstu sjötíu og tveim atkvæðagreiðslunum þarf nýr páfi að fá tvo þriðju atkvæða. Eftir það dugar einfaldur meirihluti. Lengst hefur það tekið þrjú ár að kjósa nýjan páfa en í þeim átta páfakjörum sem voru á tuttugustu öldinni tók ekkert lengur en fimm daga. Flestir sérfræðingar í málefnum páfagarðs búast ekki við að þetta kjör taki langan tíma. Þeir eiga von á því að hvítur reykur standi upp úr strompinum á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld. Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Þær fréttir voru að berast frá Róm að svartur reykur hefði stigið upp um strompinn á Sixtínsku kapellunni. Það þýðir að þegar hefur verið gengið til einnar atkvæðagreiðslu um nýjan páfa en enginn hefur fengið tilskilinn meirihluta. Kardínálar kaþólsku kirkjunnar læstu sig inni í Sixtínsku kapellunni síðdegis og koma ekki þaðan út fyrr en þeir hafa kosið nýjan páfa. Það getur gerst hvenær sem er. Þegar kardínálarnir voru komnir inn í kapelluna hrópaði Piero Marini erkibiskup, „Extra Omnes“, sem þýðir að allir aðrir en kardínálarnir áttu að fara út. Síðan var voldugum eikardyrunum lokað. Um stromp kapellunnar, sem er líklega frægasti strompur í heimi, berast skilaboð um gang páfakjörsins. Kardínálarnir greiða atkvæði aftur og aftur þar til nýr páfi hefur verið kjörinn. Eftir hverja kosningu eru atkvæðaseðlarnir brenndir. Ef reykurinn er svartur hefur ekki náðst samstaða; ef hann er hvítur hefur páfi verið kjörinn. Í fyrstu sjötíu og tveim atkvæðagreiðslunum þarf nýr páfi að fá tvo þriðju atkvæða. Eftir það dugar einfaldur meirihluti. Lengst hefur það tekið þrjú ár að kjósa nýjan páfa en í þeim átta páfakjörum sem voru á tuttugustu öldinni tók ekkert lengur en fimm daga. Flestir sérfræðingar í málefnum páfagarðs búast ekki við að þetta kjör taki langan tíma. Þeir eiga von á því að hvítur reykur standi upp úr strompinum á miðvikudags- eða fimmtudagskvöld.
Andlát Jóhannesar Páls II páfa Páfagarður Mest lesið Mjög gjarnan kölluð nasisti og fasisti Innlent Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent Barn á óskoðuðum bíl á 151 kílómetra hraða Innlent Drottningin lögð inn vegna veikinda Erlent „Til hamingju hálfvitar“ Innlent Þrjátíu prestar krefjast dvalarleyfis fyrir Oscar Innlent Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Erlent Gallar í nýbyggingum: Eigendur nýrra íbúða eigi ríkari rétt Innlent Vildi „tagga“ Frans páfa en niðurstaðan reyndist slysaleg Innlent „Skrítið og óeðlilegt“ að Ísrael fái að vera með í Eurovision Innlent Fleiri fréttir Meirihluti eftirlifenda helfararinnar hverfur næsta áratuginn Harvard stefnir Bandaríkjastjórn vegna þvingunaraðgerða hennar Leyniþjónustustjóri ber Netanjahú þungum sökum Drottningin lögð inn vegna veikinda Eldur í öðrum hreyfli vélar Delta í Flórída Útför páfans á laugardag Greint frá dánarorsök páfans Dánarorsök páfans talin vera heilablóðfall Trump styður Hegseth: Neitar að um trúnaðarbrest hafi verið að ræða Breskir þingmenn leggjast gegn því að Trump ávarpi þingið Skýrslan sé „full af lygum“ Leiðtogar minnast páfans Hvernig er nýr páfi valinn? Loftvarnarsírenur óma á ný eftir skammvinnt „vopnahlé“ Frans páfi er látinn Deildi hernaðarupplýsingum í öðru spjalli með konu sinni og bróður Segja samfélagsmiðla valda auknu kvenhatri og rasisma í skólum Ísraelsher játar „fagleg mistök“ í máli hjálparstarfsmannanna Samsetning lyfja gæti komið í veg fyrir þúsundir hjartaáfalla Páfinn fordæmdi gyðingahatur og ástandið á Gasa Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Sjá meira
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent
Deilt um „Pope Francis“ forsetans: „Óboðlegt og óskiljanlegt“ eða hneykslunargirni heilagra? Innlent