Vildu vita um forgangsmál á þingi 19. apríl 2005 00:01 Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira
Stjórnarandstaðan krafðist þess á Alþingi í dag ríkisstjórnin gæfi upp hvaða þingmál hún vildi setja í forgang til að unnt yrði að semja um þinghaldið á lokadögum þingsins. Ráðherrar voru enn í dag að leggja fram ný stjórnarfrumvörp löngu eftir að tilskilinn frestur er útrunninn. Við upphaf þingfundar innti Stengrímur J. Sigfússon, formaður Vinstri - grænna, eftir forgangslista ríkisstjórnarinnar og hvaða þingmál mættu að ósekju bíða nú þegar aðeins tíu virkir dagar væru eftir af þinghaldi. Hann spurði hvort ríkisstjórnin ætlaði að sýna einhverja viðleitni til þess að leita eftir samkomulagi um þingstörfin og vakti athygli á því að ráðherrar væru enn að leggja fram frumvörp, meðal annars landbúnaðarráðherra um Lánasjóð landbúnaðarins. Steingrímur sagði það þeim mun hlálegra í tilviki landbúnaðarráðherra þar sem það hefði verið tilefni umræðna fyrr í vetur að ekkert kæmi frá ráðherranum þannig að landbúnaðarnefnd hefði verið verklaus og hefði fellt niður fundi lengst af vetrar. Nú loksins kæmi afurðirnar frá búinu og þá væru þær eins og raun bæri vitni. Hann sagði sjálfsagt að greiða fyrir því að svo seint fram komin mál kæmust til nefndar en það gengdi öðru máli um ef að baki lægi ásetningur um að knýja í gegn undir lok þingsins fjölda umdeildra og illa undirbúinna mála. Það væri meðal annars gegn slíku sem stjórnarandstæðingar vildu verja sig. Forsætisráðherra sagði að þau væru fjölmörg málin sem stjórnin legði áherslu á að færu í gegn og að þau mál sem skiptu sköpum næðu fram að ganga. Þau væru vissulega mörg og mörg hefðu komið of seint fram en hann vænti þess að um það yrði gott samstarf eins og endranær. Þau mál sem ætla má að séu líklegust til að valda mestum átökum á lokasprettinum eru ný samkeppnislög og ný lög um Ríkisútvarpið. Stjórnarandstaðan vill fá það á hreint eigi síðar en á mánudag hvort það sé ætlan ríkisstjórnarinnar að keyra þau í gegn.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Ógeðslega stoltur af kennurum Innlent Fleiri fréttir Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Sjá meira