Innlent

Skortur á samráði í Samfylkingunni

Misræmi í yfirlýsingum Össurar Skarphéðinssonar og Ingibjargar Sólrúnar Gísladóttur, þegar tilkynnt var um framboð hennar í síðustu Alþingiskosningum, var til komið vegna skorts á samráði. Össur lýsti yfir framboði hennar á sama tíma og R-listafólk í borginni var að reyna að telja henni hughvarf. Ingibjörg Sólrún hafði sagt í  borgarstjórnarkosningunum árið 2002 að hún ætlaði alls ekki á þing. Í Íslandi í dag í gær var birtu brugðið á hvernig það atvikaðist þrátt fyrir allt í desember 2002. Ingibjörg sagði þá að hún hafi verið búin að taka jákvætt í að taka sæti á lista Samfylkingarinnnar en ekki 5. sæti í Reykjavíkurkjördæmi - Norður. Össur sagði að búið hafi verið að ákveða að þennan dag yrði tilkynnt að Ingibjörg ætlaði í landsmálin. Hann segir að samverkafólk hennar hafi beðið sig um að staðfesta það við fjölmiðla. Hann gerði það og tilkynnti um leið að hún myndi taka 5. sæti á lista Reykjavíkurkjördæmis - Norður.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×