Ríkisstjórn í tíu ár 22. apríl 2005 00:01 Í dag eru 10 ár liðin frá því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst. Einungis einu sinni áður hefur ríkisstjórnarsamstarf varað lengur, en það var viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem starfaði á árunum 1959 til 1971. Ef gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vari fram yfir næstu alþingiskosningar 2007 mun ríkisstjórnin hafa verið við völd fjórum mánuðum lengur en viðreisnarstjórnin, og þar með slá nýtt met. Fjörutíu þingsæti Í alþingiskosningunum 1995 hélt þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks minnsta mögulega meirihluta og baðst þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lausnar og gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Framsóknarflokkinn. Nýja ríkisstjórnin hafði fjörutíu þingsæti á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hafði unnið nokkurn sigur í kosningunum, bætt við sig tveimur þingsætum og náð 15 kjörnum þingmönnum. Fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, fengu 32 þingsæti samtals og hefði hver þingmaður því í raun verið í oddastöðu í öllum málum. Tíu ráðherrar Í ríkisstjórninni sem mynduð var fyrir tíu árum áttu sæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 22 ráðherrar á tímabilinu Alls hafa tólf ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og tíu ráðherrar Framsóknarflokksins setið í ríkisstjórn á síðustu tíu árum. Auk þeirra sem að ofan eru talin eru það Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Sólveig Pétursdóttir, Tómas Ingi Olrich, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir úr Sjálfstæðisflokki og Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir og Árni Magnússon úr Framsóknarflokki. Þrír ráðherrar hafa setið í ríkisstjórn öll tíu árin; þeir Davíð, Halldór og Björn. Tvennar þingkosningar Ríkisstjórnin hefur farið í gegnum tvennar alþingiskosningar á áratugnum og haldið meirihluta í þeim báðum. Árið 1999 töpuðu flokkarnir samtals tveimur þingmönnum frá því í kosningunum fjórum árum áður og fengu því 38 þingmenn. Framsóknarflokkur fékk 12 þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur 26. Í kosningunum 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fjórum þingsætum en fjöldi framsóknarþingsæta stóð í stað. Ríkisstjórnarflokkarnir héldu því meirihluta með 34 þingmenn kjörna. Ekki í fyrsta sinn Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn nú er ekki hið fyrsta því flokkarnir hafa tvisvar áður starfað saman í tveggja flokka stjórn. Í fyrsta skipti var það á árunum 1932 til 1934 undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar. Því næst störfuðu flokkarnir saman í ríkisstjórn á árunum 1950 til 1956. Formenn beggja flokkanna, Ólafur Thors og Hermann Jónasson, gegndu ráðherraembættum í ríkisstjórninni sem samanstóð af sex ráðherrum, þremur í hvorum flokki, og höfðu flokkarnir 36 þingsæti af 52. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira
Í dag eru 10 ár liðin frá því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks hófst. Einungis einu sinni áður hefur ríkisstjórnarsamstarf varað lengur, en það var viðreisnarstjórnin svokallaða, ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks, sem starfaði á árunum 1959 til 1971. Ef gert er ráð fyrir því að ríkisstjórnarsamstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks vari fram yfir næstu alþingiskosningar 2007 mun ríkisstjórnin hafa verið við völd fjórum mánuðum lengur en viðreisnarstjórnin, og þar með slá nýtt met. Fjörutíu þingsæti Í alþingiskosningunum 1995 hélt þáverandi ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks minnsta mögulega meirihluta og baðst þáverandi forsætisráðherra, Davíð Oddsson, lausnar og gekk til ríkisstjórnarsamstarfs við Framsóknarflokkinn. Nýja ríkisstjórnin hafði fjörutíu þingsæti á bak við sig en Framsóknarflokkurinn hafði unnið nokkurn sigur í kosningunum, bætt við sig tveimur þingsætum og náð 15 kjörnum þingmönnum. Fráfarandi ríkisstjórnarflokkar, Sjálfstæðisflokkur og Alþýðuflokkur, fengu 32 þingsæti samtals og hefði hver þingmaður því í raun verið í oddastöðu í öllum málum. Tíu ráðherrar Í ríkisstjórninni sem mynduð var fyrir tíu árum áttu sæti Davíð Oddsson, forsætisráðherra og ráðherra Hagstofu Íslands, Halldór Ásgrímsson utanríkisráðherra, Páll Pétursson félagsmálaráðherra, Halldór Blöndal samgönguráðherra, Friðrik Sophusson fjármálaráðherra, Björn Bjarnason menntamálaráðherra, Þorsteinn Pálsson, sjávarútvegsráðherra og dóms- og kirkjumálaráðherra, Ingibjörg Pálmadóttir, heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra, Guðmundur Bjarnason, landbúnaðarráðherra og umhverfisráðherra, og Finnur Ingólfsson, iðnaðar- og viðskiptaráðherra. 22 ráðherrar á tímabilinu Alls hafa tólf ráðherrar Sjálfstæðisflokksins og tíu ráðherrar Framsóknarflokksins setið í ríkisstjórn á síðustu tíu árum. Auk þeirra sem að ofan eru talin eru það Árni M. Mathiesen, Geir H. Haarde, Sturla Böðvarsson, Sólveig Pétursdóttir, Tómas Ingi Olrich, Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir og Sigríður Anna Þórðardóttir úr Sjálfstæðisflokki og Guðni Ágústsson, Siv Friðleifsdóttir, Jón Kristjánsson, Valgerður Sverrisdóttir og Árni Magnússon úr Framsóknarflokki. Þrír ráðherrar hafa setið í ríkisstjórn öll tíu árin; þeir Davíð, Halldór og Björn. Tvennar þingkosningar Ríkisstjórnin hefur farið í gegnum tvennar alþingiskosningar á áratugnum og haldið meirihluta í þeim báðum. Árið 1999 töpuðu flokkarnir samtals tveimur þingmönnum frá því í kosningunum fjórum árum áður og fengu því 38 þingmenn. Framsóknarflokkur fékk 12 þingmenn kjörna og Sjálfstæðisflokkur 26. Í kosningunum 2003 tapaði Sjálfstæðisflokkurinn fjórum þingsætum en fjöldi framsóknarþingsæta stóð í stað. Ríkisstjórnarflokkarnir héldu því meirihluta með 34 þingmenn kjörna. Ekki í fyrsta sinn Samstarf Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks í ríkisstjórn nú er ekki hið fyrsta því flokkarnir hafa tvisvar áður starfað saman í tveggja flokka stjórn. Í fyrsta skipti var það á árunum 1932 til 1934 undir forsæti Ásgeirs Ásgeirssonar. Því næst störfuðu flokkarnir saman í ríkisstjórn á árunum 1950 til 1956. Formenn beggja flokkanna, Ólafur Thors og Hermann Jónasson, gegndu ráðherraembættum í ríkisstjórninni sem samanstóð af sex ráðherrum, þremur í hvorum flokki, og höfðu flokkarnir 36 þingsæti af 52.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Innlent Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Innlent Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Erlent Fleiri fréttir Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Nauðsynlegt að slá ekki kynslóðaskiptum í Sjálfstæðisflokknum á frest Framsóknarmenn í Reykjavík vilja flýta flokksþingi Sjá meira