Líkfundarmál fyrir Hæstarétti 25. apríl 2005 00:01 MYND/E.Ól Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Sakborningarnir í líkfundarmálinu svokallaða krefjast allir sýknu af ákæru um að hafa ekki komið Vaidasi Juciviciusi til aðstoðar í neyð og fyrir að fara illa með líkið af honum. Tomas Malakauskas viðurkennir hlut sinn í smygli á fíkniefnunum sem Jucivicius var með innvortis. Aðalmeðferð þessa máls hófst fyrir Hæstarétti í morgun. Eins og kunnugt fannst líkið af Vaidasi Juciviciusi í höfinni í Neskaupstað í fyrra og fannst mikið af amfetamíni í líkinu. Ákæran á hendur þremenningunum Jónasi Inga Ragnarssyni, Grétari Sigurðssyni og Tomasi Malakauskas er í þremur liðum, en þeir eru ákærðir fyrir innflutning á fíkniefnum, fyrir að koma Juciviciusi ekki til aðstoðar í neyð og fyrir illa meðferð á líkinu af honum. Í upphafi málflutnings fyrir Hæstarétti í dag flutti Ragnheiður Harðardóttir saksóknari mál sitt og krafðist hún tveggja og hálfs árs refsingar yfir öllum sakborningum. Hún sá reyndar ástæðu til þess að nefna það nokkrum sinnum að framburður Jónasar Inga Ragnarssonar fyrir héraðsdómi og við skýrslutöku væri að engu hafandi. Grétar Sigurðsson var einni ákærðra við málflutnininginn en verjandi hans krafðist sýknu fyrir hans hönd af öllum ákæruatriðum. Verjandi Jónasar Inga krafðist einnig sýknu eða í það minnsta lækkunar á refsingu. Verjandi Tomasar Malakauskas sagði að skjólstæðingur sinn viðurkenndi að hafa átt þátt í innflutningnum á fíkniefnunum sem Vaidas Jucivicius var með innvortis en krafðist sýknu vegna hinna ákæruatriðanna. Reyndar sá verjandi Grétars Sigurðssonar ástæðu til þess að ítreka eftir málflutninginn við Hæstarétt að fyrst Vaidasi Juciviciusi hefði sjálfum ekki verið ljóst að hann væri í bráðri lífshættu hefði sakborningunum ekki mátt vera það. Hann sá einnig ástæðu til þess að geta þess að þáttur þremenninganna í málinu væri jafn en honum fannst sem verjendur Jónasar Inga og Tomasar Malakauskas gerðu minna úr þætti sinna skjólstæðinga. Málið var að þessu loknu lagt í dóm Hæstaréttar.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir „Getum tapað landinu á örfáum árum“ Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira