Fær ekki styrk í ár 26. apríl 2005 00:01 Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. Átta milljónir króna voru eyrnamerktar Mannréttindaskrifstofunni á fjárlögum þar til í fyrra þegar ríkisstjórnin ákvað að framvegis yrði upphæðinni úthlutað til mannréttindamála almennt og úthlutun yrði á forræði tveggja ráðuneyta, Mannréttindaskrifstofan gæti sótt þangað um styrki eins og aðrir. Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni síðan 2,2 milljónir í styrk í upphafi ársins en eins og áður sagði fékk skrifstofan ekkert framlag frá utanríkisráðuneytinu í ár og jafngildir þetta því að framlög til hennar hafi verið skorin niður um þrjá fjórðu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði á þingi í dag að þarna væri ríkisstjórnin að hefna sín vegna mjög málefnalegrar gagnrýni sem hefði komið frá stofnuninni í garð ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlalaganna og annarra frumvarpa sem frá ríkisstjórninni hefðu komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Mannréttindaskrifstofan skilaði ekki þeim álitum sem hentaði þeim meirihluta sem færi með völd í landinu. Því væri Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni ekki skotaskuld úr því að leggja það niður sem ekki hentaði þeim. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi lagt til þessa skipan mála í við fjárlagagerð í mars í fyrra, það er áður en hann varð utanríkisráðherra. Hann benti á að ef menn litu á tímaröðina í þeim efnum þá væri það löngu fyrir þann tíma sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju út á. Tímaröðin væri öfug þannig að dylgjurnar féllu um sjálfar sig. Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira
Utanríkisráðuneytið hefur synjað beiðni Mannréttindaskrifstofu Íslands um styrk fyrir árið í ár. Áður hefur komið fram að loka þurfi skrifstofunni ef styrkurinn fáist ekki. Utanríkisráðherra segir utanríkisráðuneytið hafa óskað eftir breyttri skipan mála áður en hann varð utanríkisráðherra. Átta milljónir króna voru eyrnamerktar Mannréttindaskrifstofunni á fjárlögum þar til í fyrra þegar ríkisstjórnin ákvað að framvegis yrði upphæðinni úthlutað til mannréttindamála almennt og úthlutun yrði á forræði tveggja ráðuneyta, Mannréttindaskrifstofan gæti sótt þangað um styrki eins og aðrir. Dómsmálaráðuneytið veitti skrifstofunni síðan 2,2 milljónir í styrk í upphafi ársins en eins og áður sagði fékk skrifstofan ekkert framlag frá utanríkisráðuneytinu í ár og jafngildir þetta því að framlög til hennar hafi verið skorin niður um þrjá fjórðu. Ögmundur Jónasson, þingmaður Vinstri - grænna, sagði á þingi í dag að þarna væri ríkisstjórnin að hefna sín vegna mjög málefnalegrar gagnrýni sem hefði komið frá stofnuninni í garð ríkisstjórnarinnar vegna fjölmiðlalaganna og annarra frumvarpa sem frá ríkisstjórninni hefðu komið. Þórunn Sveinbjarnardóttir, þingmaður Samfylkingarinnar, sagði að Mannréttindaskrifstofan skilaði ekki þeim álitum sem hentaði þeim meirihluta sem færi með völd í landinu. Því væri Davíð Oddssyni og Birni Bjarnasyni ekki skotaskuld úr því að leggja það niður sem ekki hentaði þeim. Davíð Oddsson utanríkisráðherra segir að utanríkisráðuneytið hafi lagt til þessa skipan mála í við fjárlagagerð í mars í fyrra, það er áður en hann varð utanríkisráðherra. Hann benti á að ef menn litu á tímaröðina í þeim efnum þá væri það löngu fyrir þann tíma sem dylgjur nokkurra þingmanna gengju út á. Tímaröðin væri öfug þannig að dylgjurnar féllu um sjálfar sig.
Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Eins og að vera fangi í eigin líkama Fréttir Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Innlent „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ Erlent Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ Erlent Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Erlent Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Erlent Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Innlent Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Innlent Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Innlent Fleiri fréttir Íbúar upplifa sig svikna af Icelandair Meint ólögmæt mótmæli og alþjóðleg vernd Þungt hljóð í sálfræðingum sem felldu samning í gær Stjórn Virðingar mótmælir ósönnum fullyrðingum í fjölmiðlum Fiskibátur í neyð í mynni Ólafsfjarðar Asískir ferðamenn virðist meðvitaðir þátttakendur í bókunarsvindli Lögregla kölluð til vegna mótmæla Eflingar í Kringlunni Sjálfstæðismenn ræða seinkun en Framsókn skoðar að flýta Strand í viðræðum og jákvæður þrýstingur frá Trump Þórdís vill ekki fresta landsfundi Viðræður í kjaradeilu kennara sigldu í strand Húsköttur á Seltjarnarnesi með fuglaflensu Árið í fyrra það heitasta frá upphafi mælinga 85 ára og situr við alla daga og tálgar fugla úr íslensku birki Gert að loka annarri flugbraut Reykjavíkurflugvallar Breytingar á Reykjavíkurflugvelli og asahláka Nauðgaði andlega fatlaðri konu ítrekað og lét son hennar horfa á Mönnun tryggð út febrúar en staðan óboðleg Ekkert verður af kaupunum á Krafti „Ef ég fæ þig ekki fær þig enginn því sver ég eið“ Taka við rekstri Sæborgar á Skagaströnd Endurvekja Á allra vörum til að byggja nýtt Kvennaathvarf Fjölga leikskólaplássum um allt að 300 í Reykjavík Framlengir stuðningskerfi um ár en ræðst í endurskoðun Gular viðvaranir vegna hvassviðris og rigningar Fíkniefnanotkun talin meginorsök banaslyss í Lækjargötu Leikskólarýmum fjölgað og brýnt að skýra áfengislöggjöfina Stækka leikskólann Múlaborg við Ármúla Fimm fluttir á sjúkrahús eftir rútuslysið Hættir sem formaður Hagsmunasamtaka heimilanna Sjá meira