Má takmarka eftirlaun 26. apríl 2005 00:01 Heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmenn unnu að beiðni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þrátt fyrir að eftirlaunaréttindi njóti verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar telja lögmennirnir að heimilt sé að takmarka réttindin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Gera verði greinarmun á takmörkun eða niðurfellingu réttinda að hluta annars vegar og niðurfellingu réttinda í heild sinni hins vegar. Eftirlaunaréttindi verða þó aðeins takmörkuð eða skert með skýlausri lagaheimild og verður hún að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá segir að tilgangur eða markmið eftirlaunagreiðslna sé að tryggja rétthöfum framfærslu þegar þeir hafa látið af störfum. Rétthafi sem gegnir öðru starfi þarf ekki að njóta greiðslna úr ríkissjóði sér til framfærslu. Lögmennirnir telja þó að ekki ætti að hrófla við eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Það sé þó ekki ótvírætt óheimilt. Halldór og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær og í kjölfarið sendi Halldór forsætisnefnd Alþingis lögfræðiálitið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn höfðu haft deildar meiningar um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Halldór sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið yrði ekki afgreitt á næstu dögum því hvort er eð yrði ekki hreyft við virkum réttindum. Davíð Oddsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti eftir að kynna sér lögfræðiálitið. Þegar Davíð var spurður í gærkvöldi um ummæli Halldórs í fréttum Stöðvar tvö fyrr um kvöldið, að hann útilokaði ekki að málið yrði skoðað betur, svaraði utanríkisráðherra: "Þú þarft ekkert að segja mér hvaða skoðun Halldór hefur, ég umgengst hann ekkert minna en þú." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samhljómur innan þingflokks Framsóknarflokksins um að búa eigi svo um í lögum að ráðamenn geti ekki verið á tvöföldum launum. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í upphafi haustþings. Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira
Heimilt er að takmarka eða fella niður eftirlaunaréttindi ráðamanna sem gegna launuðu starfi. Þetta kemur fram í lögfræðiáliti sem Karl Axelsson og Lilja Jónasdóttir hæstaréttarlögmenn unnu að beiðni Halldórs Ásgrímssonar forsætisráðherra. Þrátt fyrir að eftirlaunaréttindi njóti verndar samkvæmt eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar telja lögmennirnir að heimilt sé að takmarka réttindin að uppfylltum tilteknum skilyrðum. Gera verði greinarmun á takmörkun eða niðurfellingu réttinda að hluta annars vegar og niðurfellingu réttinda í heild sinni hins vegar. Eftirlaunaréttindi verða þó aðeins takmörkuð eða skert með skýlausri lagaheimild og verður hún að vera reist á málefnalegum sjónarmiðum. Þá segir að tilgangur eða markmið eftirlaunagreiðslna sé að tryggja rétthöfum framfærslu þegar þeir hafa látið af störfum. Rétthafi sem gegnir öðru starfi þarf ekki að njóta greiðslna úr ríkissjóði sér til framfærslu. Lögmennirnir telja þó að ekki ætti að hrófla við eftirlaunaréttindum þeirra sem þegar þiggja þau. Það sé þó ekki ótvírætt óheimilt. Halldór og Davíð Oddsson utanríkisráðherra funduðu um málið eftir ríkisstjórnarfund í gær og í kjölfarið sendi Halldór forsætisnefnd Alþingis lögfræðiálitið. Sjálfstæðismenn og framsóknarmenn höfðu haft deildar meiningar um hvaða áhrif breytingarnar gætu haft á eignarréttarákvæði stjórnarskrárinnar. Halldór sagði í fréttum Stöðvar 2 að málið yrði ekki afgreitt á næstu dögum því hvort er eð yrði ekki hreyft við virkum réttindum. Davíð Oddsson sagði í samtali við Fréttablaðið að hann ætti eftir að kynna sér lögfræðiálitið. Þegar Davíð var spurður í gærkvöldi um ummæli Halldórs í fréttum Stöðvar tvö fyrr um kvöldið, að hann útilokaði ekki að málið yrði skoðað betur, svaraði utanríkisráðherra: "Þú þarft ekkert að segja mér hvaða skoðun Halldór hefur, ég umgengst hann ekkert minna en þú." Samkvæmt heimildum Fréttablaðsins er samhljómur innan þingflokks Framsóknarflokksins um að búa eigi svo um í lögum að ráðamenn geti ekki verið á tvöföldum launum. Gert er ráð fyrir að frumvarp verði lagt fram í upphafi haustþings.
Alþingi Fréttir Innlent Stj.mál Mest lesið Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Innlent Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Innlent Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Innlent Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Innlent Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Innlent Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu Innlent Engin röð á Læknavaktinni Innlent Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Innlent „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Innlent Sturluðu myndskeiði af „Nýja-Gasa“ deilt á samfélagsmiðlum Trump Erlent Fleiri fréttir „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Vilja að RÚV feti í fótspor Slóveníu „Þetta er bara það sem aðrir hópar hjá okkur hafa fengið í gegnum tíðina“ Ógeðslega stoltur af kennurum Einróma samþykki og borgarstjóri í skýjunum Kjarasamningur kennara í höfn Engin röð á Læknavaktinni Segir lífeyrisgreiðslur skertar á fölskum forsendum Reykjavík ekki ljót borg Sjá meira