Innlent

Banaslys við Egilsstaði

Banaslys varð rétt utan við Egilsstaði á tíunda tímanum í gærkvöldi þegar fólksbíll valt þar út af veginum. Rúmlega fimmtug kona var ein í bílnum og beið hún bana. Engin vitni voru að slysinu en ljóst er að bíllinn hefur oltið nokkrar veltur. Orsakir slyssins eru ókunnar en akstursskilyrði voru góð á slysstað.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×