Innlent

Nýr framkvæmdastjóri á Hrafnseyri

Valdimar J. Halldórsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Hrafnseyrarnefndar og tekur hann við starfinu af Hallgrími Sveinssyni sem gegnt hefur stöðunni til margra ára. Valdimar er mannfræðingur að mennt og kennari við Menntaskólann á Ísafirði. Í starfi sínu, sem er hlutastarf, mun Valdimar hafa umsjón með uppbyggingu Hrafnseyrar og sjá um rekstur á safni Jóns Sigurðssonar, auk umsjónar með veitingarekstri á staðnum.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×