Innlent

Öryggisvörður settur við Mýrargötu

Settur hefur verið öryggisvörður við húsið að Mýrargötu 26 í Reykjavík vegna síendurtekinna bruna og íkveikjutilrauna við húsið. Síðast var kveikt í húsinu um síðustu helgi. Í fréttatilkynningu sem eigandi hússins hefur sent fjölmiðlum kemur fram að óviðkomandi umferð við húsið, sem er gömul hraðfrystistöð, verði kærð til lögreglu. Hreinsun hússins er hafin og tilheyrandi öryggisráðstafanir hafa verið gerðar.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×