Fyrningamál verði unnin í samhengi 27. apríl 2005 00:01 "Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni." Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
"Ég tæki því að sjálfsögðu vel ef allsherjarnefnd fæli ráðuneytinu að fara yfir fyrirliggjandi frumvarp um afnám fyrningar kynferðisbrota gegn börnum, og gera síðan sínar tillögur," sagði Björn Bjarnason dómsmálaráðherra, spurður um afstöðu sína til þess að nefndin myndi vísa málinu til ráðuneytis hans. "Ráðuneytið mundi skoða málið vel," sagði ráðherra. "Síðan yrði niðurstaða þess kynnt. Mér þætti slíkt eðlilegur gangur máls af þessum toga." Hann sagði að um miðjan apríl hefði komið hópur fólks til sín í ráðuneytið og kynnt sér aðgerðaáætlun gegn kynbundnu ofbeldi á Íslandi. Þar kæmu fram tillögur að úrbótum sem gagnast mættu við endurskoðun laga gegn slíku ofbeldi. Tillögurnar vörðuðu málefni sem heyrðu undir verksvið ráðuneyta heilbrigðis-, dóms-, félags- og menntamála. Þær væru í fimm köflum. Í viðamesta kaflanum væru kynnt sjónarmið og lagðar fram breytingar sem tengdust réttarkerfinu. "Þar er meðal annars lagt til að unnið verði að heildarendurskoðun löggjafar, meðal annars hegningarlaga og laga um meðferð opinberra mála þar sem tekið verði sérstaklega á kynbundnu ofbeldi. Í því sambandi er lagt til að kynferðisbrotakafli hegningarlaga verði tekinn til heildarendurskoðunar og lögð á það áhersla að kynferðisbrot gegn börnum fyrnist ekki." sagði ráðherra. "Ég hef tilkynnt allsherjarnefnd og formanni hennar að ég hafi hug á því að vinna úr þessum tillögum." Björn kvaðst vita til þess að aðgerðaáætlunin hefði þegar verið tekin til umfjöllunar í samráðsnefnd um aðgerðir gegn ofbeldi gegn konum, sem sett hefði verið á laggirnar 2003 og starfaði í umboði félagsmálaráðuneytisins. "Þessu máli er á þennan veg farið," sagði ráðherra "Ég vil að litið sé á þessi mál í þessu stóra samhengi, en menn séu ekki að taka eitt mál fyrir og síðan annað, heldur hljóti að vera skynsamlegt að reyna að ná utan um málaflokkinn allan og fella þá fyrningarþáttinn að heildarniðurstöðunni."
Fréttir Innlent Lög og regla Stj.mál Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira