Innlent

Uppgangur á Hvanneyri

Það fer vart fram hjá nokkrum þeim er leið á um Hvanneyri að þar ríkir uppgangur mikill. Allnokkur ný hús hafa risið þar að undanförnu og er ráðgert að byggja allt að 20 í viðbót á næstu mánuðum. Hefur eftirspurn farið vaxandi í kjölfar vaxandi vinsælda Landbúnaðarháskólans en einnig er verið að byggja fjórðu svefnálmu skólans til að taka við fleiri nemendum. Virðist Borgarfjörðurinn heilla sífellt fleiri en hröð uppbygging hefur verið að Bifröst undanfarin ár auk þess sem einnig er verið að byggja húsnæði að Reykholti. Sömu sögu má segja um Borgarnes en þar er eftirspurn eftir lóðum talsvert umfram framboð.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×