Innlent

Spá sex prósenta hagvexti

Fjármálaráðuneytið spáir nær sex prósenta hagvexti bæði í ár og á næsta ári og telur ekki útlit fyrir að hann fari lækkandi fyrr en dregur úr stóriðju árið 2007. Eftir það á meira jafnvægi að komast á efnahagslífið. Verðbólga verður nálægt fjórum prósentum samkvæmt spánni, 3,9 prósent í ár og 3,8 prósent á næsta ári. Stóriðjuframkvæmdir, hátt gengi krónunnar og aukið framboð á íbúðalánum verða til þess að viðskiptahalli eykst verulega og verður tólf prósent af landsframleiðslu í ár að mati fjármálaráðuneytisins. Heldur dregur úr atvinnuleysi nái spá fjármálaráðuneytisins fram að ganga. Því er spáð að rúmlega tvö prósent vinnuafls verði án atvinnu á næsta ári. Hagvöxtur nam 5,2 prósentum í fyrra, 0,6 prósentustigum minna en síðasta áætlun gerði ráð fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×