Innlent

Viðskipti ferðamanna minnka um 10%

Viðskipti erlendra ferðamanna á svonefndum Tax Free kjörum, þar sem virðisaukaskattur fæst endurgeiddur, minnkuðu um tíu prósent á fyrsta ársfjórðungi þrátt fyrir að erlendum ferðamönnum hafi fjölgað um tuttugu prósent á sama tímabili. Þegar gengisvísitala krónunnar er borin saman við verðlag á erlendum gjaldeyri kemur í ljós að styrking krónunnar dregur úr eyðslu ferðamannanna hér og þeir virðast eyða hér álíka upphæð og áður, en í eigin mynt. Þannig hefur hækkun krónunnar dregið úr veltu íslenskrar verslunar við þá. Þá er mjög mikill munur á eyðslu ferðamanna eftir þjóðerni. Þannig eyðir hver Bandaríkjamaður að meðaltali um sex þúsund krónum á móti aðeins 1800 krónum hjá hverjum Breta, en breskum ferðamönnum hefur fjölgað langmest hér á landi að undanförnu.  Ef eyðslugleðin er skoðuð nánar þá eyða Bandaríkjamenn lang mestu en næstir koma Norðmenn, Svíar, Finnar og Frakkar - eyða allir yfir fjögur þúsund krónum. Bretar eru hins vegar áberandi lægstir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×