Innlent

Greiðslubyrði af íbúðum hækkar

"Greiðslubyrði af húsnæðislánum ætti að hækka miðað við spárnar og húseigendur munu finna fyrir því," segir Ingunn S. Þorsteinsdóttir, hagfræðingur Alþýðusambands Íslands, vegna spár efnahagsskrifstofu Fjármálaráðuneytisins um horfur í efnahagsmálum næstu misserin. Spárnar eru að hennar mati bjartsýnar en í þeim er meðal annars gert ráð fyrir örum hagvexti í ár og því næsta. Hagvöxturinn mun myndast að töluverðu leyti vegna minnkandi halla á utanríkisviðskiptum. Áætlað er að vísitala neysluverðs hækki um 3.9 prósent milli ára en lækkun á gengi krónunnar er forsenda þess að að verðbólguspá upp á 3.8 prósent gangi eftir á næsta ári. Ingunn segir erfitt að meta áhrif þessa á einstaka liði enda séu óvissuþættir margir en verið er að vinna að þjóðhagsspá Alþýðusambandsins og ætti hún að liggja fyrir í næstu viku. "Það sem mun hafa mikil áhrif næstu misseri er hvernig gengið mun haga sér og um það eru skiptar skoðanir."



Fleiri fréttir

Sjá meira


×