Innlent

Söluþóknun fasteignasala breytileg

Söluþóknun sú er fasteignasalar taka við sölu eigna er mjög breytileg samkvæmt könnun sem Neytendasamtökin og Húseigendafélagið stóðu fyrir. Þóknunin er miðuð við söluverð íbúðar og er lægst 0.75 prósent en hæst 2.9 prósent og getur því munað tugum eða hundruðum þúsunda eftir því hvar eignin er seld. Ýmislegt athyglisvert kemur fram í könnuninni. Af þeim 66 fasteignasölum sem þátt tóku taka 50 þeirra svokallað umsýslugjald vegna sölunnar. Er það gjald frá fimm þúsundum til 40 þúsund króna en ekkert benti til að hagsmunir kaupenda væru betur tryggðir hjá þeim sem það innheimta. Bent er á að þar sem virk samkeppni ríki á fasteignamarkaðnum eigi kaupendur og seljendur að nýta sér það og leita hófanna um hagstæðustu kjör hverju sinni enda virðist mögulegt að semja um þóknanir og gjöld í mörgum tilfellum. Tekið skal fram að allnokkrar af stærstu fasteignasölum landsins neituðu að taka þátt í könnuninni. Má þar nefna Hól, Remax, Húsakaup, Fasteignamarkaðinn og Höfða.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×