Innlent

Fjarri stefnu stofnunarinnar

 "Slíkt væri fjarri stefnu stofnunarinnar og ef einhver starfsmanna væri með slíkar ráðleggingar þá ætti hann að vinna annars staðar,"sagði hann. Arnþór Helgason, framkvæmdastjóri Öryrkjabandalagsins, sagði á Talstöðinni í gær um tekjutengingu öryrkjabóta, að það væri "iðulega að ráðgjafar, félagsráðgjafar og jafnvel starfsmenn Tryggingastofnunar ríkisins hvetji fólk til þess að skilja, til þess að auka tekjur heimilisins." Lára Björnsdóttir, félagsmálastjóri í Reykjavík, sagði um ummæli Arnþórs að það væri fráleitt að félagsráðgjafar bentu öryrkjum á að skilja við maka til að auka heimilistekjurnar. Að auki væri algjörlega bannað að fólk væri að ráðleggja slíkt.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×