Innlent

Byggð á uppfyllingu í hættu

Forstöðumaður á Siglingastofnun telur að byggð á uppfyllingum geti verið í hættu vegna hamfaraflóða eins og þess sem reið yfir Básenda árið 1799. Hann hélt fyrirlestur á ráðstefnu um áhrif sjóflóða í dag. Þann 9. janúar árið 1990 urðu miklar skemmdir á Eyrarbakka, Stokkseyri og í Vestmannaeyjum í miklum flóðum sem urðu í kjölfar dýpstu lægðar sem mælst hefur við Íslandsstrendur síðustu 50 ár. Gísli Viggósson, forstöðumaður Siglingastofnunar, segir að hefði lægðin breytt stefnu sinni, komið aðeins vestar og inn í Faxaflóann, hefðu skemmdirnar getað orðið gríðarlegar á höfuðborgarsvæðinu. Þó sé erfitt að líkja þessu við Básendafljótið því þá voru engar varnir, ólíkt því sem nú er. Hjá framkvæmdasviði Reykjavíkur eru menn meðvitaðir um hættuna á sjóflóðum, sérstaklega á uppfyllingarsvæðum eins og á Eiðsgranda og í Bryggjuhverfinu. Ólafur Bjarnason, aðstoðarsviðsstjóri framkvæmdasviðs, segir að af þeirri byggð sem nú sé til staðar sé mesta hættan á flóðum við Eiðsgranda og skemmst sé að minnast flóðs þar um jólin 2003 sem olli nokkrum skemmdum.  



Fleiri fréttir

Sjá meira


×