Innlent

Hard Rock í Kringlunni lokað

Veitingastaðnum Hard Rock í Kringlunni verður lokað eftir rúman mánuð og var starfsfólkinu tilkynnt um uppsögn í gærkvöldi. Það þótti nokkur viðburður þegar staðurinn var opnaður fyrir átján árum en að undanförnu hefur hann farið halloka í samkeppninni við aðra veitingastaði á svæðinu. Fjölda muna, sem tilheyra íslenskri poppsögu, verður pakkað niður til geymslu en þegar hefur verið rætt um það að þeir geti orðið vísir að íslensku poppminjasafni.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×