Harmar aðild að hrottalegri árás 29. apríl 2005 00:01 Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira
Pilturinn sem skotið var á með loftbyssu á Vaðlaheiðinni, segist ætla að standa við kæruna á hendur árásarmönnum sínum en harmar jafnframt þann þátt sem hann átti í annarri hrottalegri árás á pilt á svipuðu reki. Pilturinn segist búinn að ná sér eftir að hafa fengið í sig ellefu skot úr loftbyssu. Árásarmennirnir sögðu hann skulda þeim peninga fyrir fíkniefni. En skuldar hann þeim enn eða er hann búinn að ganga frá sínum málum við árásarmennina? Hann segir að hann ætli ekki að borga þeim neitt eftir árásina. Hann hafi átt að borga skuldina daginn eftir að hann var skotinn og hann hefði getað gert það hefðu þeir sleppt því að fara svona með hann. Honum finnist hann hafa tekið greiðsluna út og miklu meira en það með árásinni. Aðspuður hvort árásarmennirnir hafi þrýst á hann að draga kæruna á hendur þeim til baka segir hann að þeir hafi aðeins reynt það. Litið er á piltinn sem fórnarlamb í þessu máli enda árásin hrottaleg. Hins vegar berast fregnir af því að hann hafi sjálfur átt þátt í annarri hrottalegri árás á dreng sem síðan var skilinn eftir í blóði sínu á bílastæði. Spurður hvað hann vilji segja um það segir pilturinn að málið hafi farið algjörlega úr böndunum. Honum þyki mjög leiðinlegt hvernig farið hafi þar, en hann hafi beðið strákinn mörgum sinnum afsökunar. Pilturinn segist hvorki hafa sparkað í andlitið á stráknum né í hann liggjandi, hann hafi ekki stappað á hausnum á honum en hins vegar hafi hann hjálpað til við að koma honum úr buxunum og slegið hann með flötum lófa ásamt því að aka bílnum sem árásarmennirnir voru á. Hann segir að árásarmennirnir hafi fengið fregnir af því að strákurinn hafi gefið 13 ára systur eins þeirra hass og reynt við hana. Þeir hafi allir verið á fíkniefnum og því hafi barsmíðarnar algjörlega farið úr böndunum. Þetta hafi aldrei átt að fara svona langt því upphaflegt markmið hafi verið að hræða hann. Pilturinn segist reiðubúinn að taka afleiðingum gjörða sinna og mæta fyrir dóm vegna árásarinnar. Hann ætlar einnig að standa við sína kæru hvernig sem fer. Hann ætlaði einnig að mæta á mótmælin gegn ofbeldi á Ráðhústorginu og sagðist taka skilaboðin til sín. Aðspurður hvað hann hyggist nú gera segir pilturinn að um leið og hann hafi fengið á hreint að strákarnir sem réðust á hann ætli að láta hann vera ætli hann beint í meðferð. Hann sé bláedrú núna og hafi verið það síðan hann hafi komið af Stuðlum. Hann ætli að halda því áfram því hann viti hvernig hlutirnir endi ef hann haldi neyslunni áfram.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Danska leiðin vekur lukku meðal bakhjarla Úkraínu Erlent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Innlent Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Innlent Sauð upp úr í morgunumferðinni Innlent Settu bílslys á svið Innlent Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Innlent Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Innlent Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Innlent Fleiri fréttir Erlendir fjárfestar buðu fúlgur fjár Trump sérstaklega áhugasamur um íslenska menningu Móðir grípur til örþrifaráða og bóndi hafnar erlendum fjárfestum Kannast ekki við áform um brjóstmynd úr bronsi Krefjast úrbóta á leikskólastarfi í leikskólanum Lundi Gasmengun gæti náð á höfuðborgarsvæðið Skyndimóttaka myndi ekki leysa vanda Landspítalans Alls 70 prósent grunnskóla í Reykjavík símalausir Mega lækka lífeyrisgreiðslur mismikið eftir aldri Aðhafast ekkert vegna leyniupptakanna Segist sækja fé í aukafjárveitingu vegna inngildingar Læknar á lokasprettinum í kjaraviðræðum Tvær sviðsmyndir á kjördag Alls 914 umsóknir um uppkaup í Grindavík samþykktar Iðgjöld til NTÍ munu hækka um fimmtíu prósent Allt á suðupunkti í Þorlákshöfn vegna kosninganna Veðrið gæti sett strik í reikninginn á kjördag Bein útsending: HÍ og heimsmarkmiðin - Ofbeldi meðal barna og ungmenna á Íslandi Verulega dregið úr hættu á að hraun nái innviðum Settu bílslys á svið Segir „taugaveikluðum“ Framsóknarmönnum að róa sig Ríkar kröfur gerðar í nýrri auglýsingu um sendiherraembætti Þveraði Krýsuvíkurveg í mikilli hálku Fundu gríðarlegt magn fíkniefna í skrifstofuhúsnæði í Kópavogi Útlendingalögin séu misnotuð líkt og önnur kerfi velferðarríkisins Tíðindalítil nótt á gosstöðvunum en varað við gasmengun Svik og prettir reyndust falsfréttir Hraun streymir að langmestu frá Svartsengi Það sem oftast ógildir kjörseðilinn Vonast til að útkljá deilumál í fyrramálið Sjá meira