Blásið á athugasemdir dómara 29. apríl 2005 00:01 Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún. Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira
Rúna Jónsdóttir, talskona Stígamóta, fagnar því að í nýföllnum dómi Hæstaréttar yfir manni sem fundinn var sekur um heimilisofbeldi, skuli ekkert gert með viðhorf þau sem birtust í fyrri dómi Héraðsdóms Reykjaness. Í þeim dómi, sem Guðmundur L. Jóhannesson héraðsdómari kvað upp var frá því greint að samband mannsins og konunnar sem ráðist var á hefði verið stofmasamt og að í árásinni hefði maðurinn lagt hendur á konuna ""í mikilli bræði og hníga gögnin frekar að því, að kærandi kunni að hafa valdið henni." Hæstiréttur tekur sérstaklega fram að maðurinn eigi sér engar málsbætur og segir hvorki leitt í ljós að konan hafi gefið ákærða tilefni til árásarinnar né að til átaka hafi komið milli þeirra. "Eins og fyrr segir réðist ákærði, sem er vel að manni, á varnarlausa konuna á heimili þeirra, þar sem aðrir voru henni ekki til bjargar, og tók hana meðal annars hálstaki með áðurnefndum afleiðingum. Var þessi árás hans því alvarleg og á ákærði sér ekki málsbætur," segir í dómnum. Héraðsdómur frestaði ákvörðun refsingar gegn því að maðurinn héldi þriggja ára skilorð, en Hæstiréttur skilorðsbatt í þrjú ár þriggja mánaða fangelsisdóm. Rúna telur hins vegar misræmi í refsiþyngd og vísar þar meðal annars til nýfallinna fangelsisdóma á handrukkara. "Ofbeldi gagnvart konum er það ofbeldi sem erfiðast er að fá viðurkennt," sagði hún og taldi dóminn yfir manninum vægan. "Augljóst er að taka þarf til í refsikerfi okkar, en vissulega er dómurinn samt í áttina," bætti hún við. Sif Konráðsdóttir hæstaréttarlögmaður telur umræðu um forsendur niðurstöðu Héraðsdóms Reykjaness hafa orðið til þess að ríkissaksóknari nýtti sér leyfi til að leita eftir áfrýjunarleyfi. "Ef ekki hefði verið opinber umfjöllun um málið er alls ekki víst að því hefði verið áfrýjað," sagði hún. Sif sagðist á sínum tíma hafa gert athugasemdir við að konunni sem fyrir árásinni varð skyldi ekki skipaður réttargæslumaður og taldi þar um handvömm lögreglu að ræða. Hún furðar sig til að mynda á að kærunni skyldi ekki hafa fylgt miskabótakrafa, en að slíkum hlutum hefði réttargæslumaður hugað. Sif fagnar því þó að Hæstiréttur taki nú með öðrum hætti á málum en gert var í héraðsdómi og að ekki sé vísað í neitt manninum til refsilækkunar eða málsbóta. "Blásið er á athugasemdir héraðsdómarans og það er gott," sagði hún.
Fréttir Innlent Lög og regla Mest lesið Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Innlent Stefna kennurum Innlent Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Innlent Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Innlent Nefndin einróma um kosningarnar Innlent Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Innlent Hermenn halda að landamærum og Trump frestar tollum Erlent Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Innlent Söguleg skipun Agnesar Innlent Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Innlent Fleiri fréttir Tjakkurinn brást og maður klemmdist undir bíl „Kennarar eiga skilið hærri laun og mega berjast fyrir því“ Þrír fluttir á slysadeild eftir árekstur við Rauðavatn Eldur kom upp í matarvagni Vígðu bleikan bekk við skólann Guðlaugur ætlar ekki í formanninn Kennarar hafi hafnað 20 prósenta launahækkun Börnin sem sitja heima, tollastríð og gáttaður Grammy-verðlaunahafi Ríkisstjórnin sýndi á spilin Samþykkt að fjölga lögreglumönnum Stefna kennurum Söguleg skipun Agnesar Vilja finna fimm Íslendinga og vísa þeim úr landi Fjögur í framboði til formanns VR Aþenustelpur hafna því alfarið að vera beittar ofbeldi Kennarar töldu samning í höfn en pólitík hafi spillt fyrir Lét Sjúkratryggingar leggja 156 milljónir króna inn á fjölskylduna Tvö hundruð Sunnlendingar veikir eftir þorrablót Lýsir yfir þungum áhyggjum af fyrirætlunum Rastar Verkföll skollin á og Víkingur Heiðar með Grammy Kynna fyrstu verk ríkisstjórnar á blaðamannafundi Nefndin einróma um kosningarnar Brynjar Níelsson talinn hæfastur til að verða dómari Ekki vanhæfur til að leiða nefnd heldur til að fjalla um strandveiðar Verkföll eru skollin á í þrettán sveitarfélögum Nýr golfvöllur verði útivistarparadís fyrir Hafnfirðinga Fundi slitið og verkföll hefjast á morgun Segir úlfalda gerðan úr mýflugu Rof á þjónustu við fatlaða opinberi slæma forgangsröðun stjórnvalda Góð samskipti við Bandaríkin gríðarlega mikilvæg Sjá meira