Erlent

Andstæðingum stjórnarskrár fækkar

Andstæðingar stjórnarskrár Evrópusambandsins í Frakklandi eru nú færri en stuðningsmennirnir, samkvæmt nýrri skoðanakönnun. Þetta er í fyrsta sinn síðan í mars sem könnun bendir til þessa. Dagblaðið Le Monde birti nýjustu könnunina í morgun og samkvæmt henni eru 52 prósent aðspurðra fylgjandi stjórnarskránni en 48 prósent á móti henni. Svo virðist sem andstæðingum stjórnarskrárinnar meðal vinsti manna fækki nú skyndilega.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×