Erlent

Felldu þrjá borgara í Afganistan

Sjö létust, þar af þrír óbreyttir borgarar, í loftárásum Bandaríkjahers á búðir uppreisnarmanna í gær. Frá þessu greindu Bandaríkjamenn í dag. Búðirnar eru í Uruzgan-héraði þar sem uppreisnarmenn úr röðum talibana hafa haldið uppi árásum á bandarískar og afganskar hersveitir. Eitt barn var meðal hinna látnu og þá særðust tvö til viðbótar, en í tilkynningu frá Bandaríkjaher segir að í loftárásinni hafi hermenn reynt að forðast það í lengstu lög að skaða óbreytta borgara.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×