Erlent

Dregur saman með fylkingum

Réttum mánuði áður en Frakkar ganga til atkvæða um staðfestingu stjórnarskrársáttmála Evrópusambandsins sýndu niðurstöður nýjustu skoðanakönnunarinnar í gær að enn hallaðist meirihluti kjósenda að því að hafna sáttmálanum. Þó hefur dregið saman með fylkingum fylgjenda og andstæðinga sáttmálans. Af þeim sem svöruðu sögðu 52 af hundraði að þeir ætluðu að greiða atkvæði á móti, 48 prósent með. Tíu prósent svöruðu ekki eða voru óákveðin. 70 prósent svarenda sögðust hafa gert upp hug sinn, 30 prósent sögðust hugsanlega myndu skipta um skoðun áður en í kjörklefann kæmi 29. maí. Könnunin var gerð af Ifop fyrir vikublaðið Journal du Dimanche.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×