Erlent

Hafði fengið viðvaranir fyrir slys

Japanska lestarfyrirtækið sem rak lestina sem þeyttist út af teinunum í vikunni með þeim afleiðingum að yfir hundrað týndu lífi fékk alvarlegar viðvaranir frá stjórnvöldum í mars síðastliðnum. Japönsk yfirvöld gerðu athugasemdir við að lestir fyrirtækisins brunuðu fram hjá lestarstöðvum. Það gerðist einmitt skömmu áður en lestarslysið varð. Formælendur japanskra verkalýðsfélaga segja yfirmenn lestarfyrirtækisins refsa lestarstjórum harðlega fyrir að vera seinir eða sleppa lestarstöðvum. Það kunni að vera ein ástæða þess að lestarstjórinn gaf í en það er talið líklegasta skýring þess að lestarslysið varð. Niðurstaða rannsókna á slysstað liggur þó ekki fyrir.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×