Erlent

Ungfrú risavaxin valin í Taílandi

Taílendingar senda hefðbundnum fegurðarsamkeppnum langt nef því í dag fór fram keppnin Miss Jumbo Queen sem mætti útleggja á íslensku Ungfrú risavaxin. Eins og nafnið bendir til tóku aðeins stórvaxnar konur þátt í keppninni og þurftu þær að vera yfir 80 kíló að þyngd til að fá að vera með. Megintilgangur keppninnar var þó að safna fé og vekja fólk til umhugsunar um minnkandi fílastofn þar í landi enda fór keppnin fram í fílagarði skammt frá höfuðborginni Bangkok. Keppendur fóru þó ekki tómhentir heim því meðal annars voru fallegustu stúlkunni og þeirri þyngstu, sem reyndist 182 kíló, veitt vegleg verðlaun.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×