San Antonio 2 - Denver 1 1. maí 2005 00:01 Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig. NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Það var ekki spilaður sérstaklega fallegur körfuknattleikur í Denver í gærkvöldi, þegar San Antonio Spurs náðu aftur heimavallarréttinum í einvígi liðanna með 86-78 sigri. Liði San Antonio er þó alveg sama og þeir eru nú komnir í ökumannssætið í seríunni. Þegar Denver náði óvænt forystunni í einvíginu í fyrsta leiknum, var það af því liðið náði að nýta sér styrkleika sína, sem höfðu tryggt liðinu svo gott gengi á síðari helmingi tímabilsins. Nú hefur liðið hinsvegar freistast til að leika að hætti San Antonio og á meðan svo er, eiga þeir litla möguleika. Leikurinn í gær var mjög harður og hægur, en það er einmitt leikur sem hentar Spurs mjög vel. Í stað þess að spila harða vörn og keyra hraðaupphlaup, fóru Denver að "slást" við andstæðinga sína og leika hægan bolta, en það hentar liði Denver engann veginn og nú verður liðið að vinna sigur í næsta leik ef ekki á illa að fara. Robert Horry setti naglann í kistu Denver í fjórða leikhlutanum, þegar hann skoraði tvær þriggja stiga körfur með stuttu millibili og kom Spurs í góða forystu, eftir að liðið hafði skorað aðeins 11 stig í þriðja leikhlutanum. Denver náði ekki að nýta sér að Tim Duncan átti hörmulegan leik sóknarlega, sem ekki gerist oft, en hann skoraði aðeins 11 stig í leiknum og hitti afar illa. Argentínski sprellikarlinn Manu Ginobili átti enn einn stórleikinn fyrir Spurs af varamannabekknum og skoraði 32 stig. Hann keyrði upp að körfu Denver við hvert tækifæri og sótti villur með hugrökkum tilþrifum sínum. Hann var keyrður í gólfið hvað eftir annað, en hélt áfram og var liði Spurs mikilvægur enn eina ferðina. "Ég þarf að láta son minn hafa spólu af þessum leik til að kenna honum hvernig á að leika körfubolta," sagði George Karl, þjálfari Denver kaldhæðnislega eftir leikinn. "Ginobili óð inn í teginn hjá okkur hvað eftri annað og lét okkur berja sig og barði okkur. Þetta var ekki sérlega fallegt, en ég býst við að þetta sé ný tegund af körfubolta," sagði Karl. "Þeir léku góða vörn á mig. Ég var að fá skot sem ég hefði átt að setja niður, en hitti illa. Það verður víst að skrifast á góða vörn þeirra, en ég verð nú að eigna mér eitthvað af heiðrinum," sagði Tim Duncan hæðnislega um slakan leik sinn. "Ég er stoltur af strákunum. Þeir léku góða vörn allan leikinn. Robert Horry skoraði mjög mikilvægar körfur í lokin og Manu var mjög harður allan leikinn," sagði Gregg Popovich. Atkvæðamestir í liði San Antonio:Manu Ginobili 32 stig (9 frák), Robert Horry 13 stig, Tim Duncan 11 stig (11 frák), Tony Parker 10 stig, Beno Udrih 6 stig, Bruce Bowen 5 stig (6 frák).Atkvæðamestir í liði Denver:Carmelo Anthony 19 stig (6 frák), Kenyon Martin 18 stig, Andre Miller 12 stig (7 stoðs, 6 frák), Marcus Camby 12 stig (14 frák, 5 varin), Earl Boykins 8 stig, DeMarr Johnson 6 stig.
NBA Mest lesið Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham Enski boltinn Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Handbolti ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Íslenski boltinn Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Enski boltinn Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Fótbolti Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Fótbolti Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Handbolti Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Handbolti Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik Fótbolti „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Fótbolti Fleiri fréttir Tottenham vill ekki láta kalla sig Tottenham ÍR heldur áfram að hrella liðin úr Bestu deildinni Áhugi Íslendinga heillaði: Ísak hafnaði Noregi til að herma eftir afa Frakkar á toppinn fyrir slaginn við Ísland Brentford bætti við algjöra martröð Leicester Gömlu Haukafélagarnir í stóru hlutverki í sitt hvoru landinu Elísabet grátlega nærri því að fella heimsmeistarana í fyrsta leik „Ég hafði trú á því að þær gætu gert þetta betur“ Jón Dagur í frystiklefa í Berlín Uppgjörið og viðtöl: HK - KA 33-29 | HK steig stórt skref í átt að sæti í úrslitakeppninni Mögnuð tilþrif Viktors Gísla á topplista EHF Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Uppgjörið: Sviss - Ísland 0-0 | Engin flugeldasýning í fyrsta leik Slagur um stól formanns KKÍ Dagný byrjar á sama stað og hún endaði síðast Littler pirraður á bauli áhorfenda og bað þá um að róa sig LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Zlatan segir skammarverðlaunin verðskulduð Tveir nýliðar úr Haukum í landsliðinu Chelsea til Kaupmannahafnar og Víkingsbanar mæta Alberti Sjáðu markið: Tók Orra enga stund að stimpla sig inn Orri mætir Manchester United í Evrópudeildinni Nasistakveðjur, Ísrael og Palestína á Evrópukvöldi Liverpool mætir PSG og Madrídarliðin eigast við Spilaði fullkominn leik í beinni Hrósa Ísaki fyrir þroska, hreinskilni og auðvitað að vera góður í fótbolta Dregið í Meistaradeildinni í dag: Gætum fengið svakalega nágrannaslagi „Vissi ekki hvað þessi sársauki þýddi“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira