Erlent

Ástrala rænt í Írak

Uppreisnarmenn í Írak hafa rænt áströlskum ríkisborgara, en myndband með honum barst fréttastofum á svæðinu í dag. Á myndbandinu segist maðurinn heita Douglas Wood, búa í Kaliforníu og vera giftur bandarískir konu. Þá biður hann bandarísk, bresk og áströlsk stjórnvöld að bjarga lífi sínu með því að kalla herlið sín heim frá Írak. Ekki er búið að staðfesta hvort myndbandið sé ófalsað en á því segir maðurinn einnig að hann hafi unnið fyrir bandaríska herinn í landinu í um ár. Í yfirlýsingu frá uppreisnarmönnunum segir að myndbandið hafi verið sent út í dag þar sem varnarmálaráðherra Ástralíu sé nú í Bagdad.



Fleiri fréttir

Sjá meira


×